Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. mars 2011 12:53 Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. Körfuknattleiksdeildin hefur ekki viljað birta myndböndin fyrr en nú. Ástæðan er sé að þeim finnst aganefnd KKÍ ekki gæta jafnræðis í dómum sínum. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir kjaftshöggið en Davíð Páll Hermannsson Haukamaður fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum. Haukarnir telji að Margrét Kara hefði átt að fá þyngri dóm. Þess vegna hafa Haukarnir áfrýjað í máli Margrétar Köru. María Lind þurfti að fara á sjúkrahús vegna höggsins þar sem hún gat ekki bitið saman. Ekki var umbrot að ræða en líklega blæddi inn á kjálkaliðinn. Viku síðar hefur María Lind ekki enn náð sér af þeim áverkjum sem hún varð fyrir. Hægt er að lesa yfirlýsingu Haukanna hér að neðan og skoða myndbandið af atvikunum tveimur hér að ofan. Yfirlýsing frá stjórn Körfuknattleiksdeildar HaukaStjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka harmar þau óíþróttamannslegu atvik sem urðu í leikjum meistaraflokka kvenna og karla 9. og 10.mars síðast liðin að Ásvöllum. Nú hafa fallið dómar hjá aga- og úrskurðarnefnd KKÍ um málin. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka telur að í úrskurðum nefndarinnar sé ekki gætt jafnræðis né samræmis í dómum yfir þeim sem hlut eiga að máli. Án þess að á nokkurn hátt sé gert minna úr alvarleika brots Davíðs Páls Hermannssonar leikmanns Hauka í meistaraflokki karla þá telur stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka að brot Margrétar Köru Sturludóttur leikmanns KR verðskuldi mun harðari refsingu en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ felldi um það brot vegna eftirfarandi: 1. Brot Margrétar Köru á leikmanni Hauka, Maríu Lind Sigurðardóttur er framkvæmt án minnsta tilefnis og af hreinum ásetningi eins og glöggt má sjá á myndbroti af atvikinu. 2. María þurfti aðhlynningu lækna strax eftir atvikið og var á slysadeild langt fram á kvöld, enda gat hún ekki bitið saman og var með áverka eftir brotið. Við röntgen- og sneiðmyndatöku kom í ljós að sem betur fer er ekki er um brot að ræða en líklega hefur blætt inn á kjálkaliðinn. Nú viku síðar hefur María enn ekki náð sér af þeim áverkum sem hún varð fyrir, hún finnur enn töluverðan sársauka við eðlilegar hreyfingar á kjálkanum. 3. Hvorki leikmaður KR né Körfuknattleiksdeild KR hafa opinberlega beðist afsökunar á framkomu leikmanns eins og leikmenn KFÍ og Hauka gerðu daginn eftir að atvik í leik þeirra. 4. Í því atviki sem varð í leik Hauka og KFÍ eru tveir gerendur sem báðir eiga sök á þeim óíþróttamannslegu átökum sem þar urðu. Í atviki í leik Hauka og KR er einn gerandi sem gerir yfirvegaða og algerlega tilefnislausa árás á leikmann Hauka sem á sér einskis ills von. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að áfrýa dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur til áfrýjunardómstóls KKÍ þar sem Haukar telja að ekki sé gætt samræmis í úrskurðum þessara alvarlegu agamála. Tilefnislausar og yfirvegaðar árásir eins og gerðist í leik Hauka og KR eiga aldrei að sjást á leikvelli. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka telur að alvarleiki brots leikmanns KR endurspeglist ekki í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ og áfrýja því Haukar úrskurðinum. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka Haukar höfðu ákveðið að sína ekki opinberlega myndbrot sem Hauka TV tóku upp af þeim atvikum sem urðu í leikjum Hauka við KR og KFÍ þar sem stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka taldi að birting myndbrotanna væri ekki körfuknattleiknum til framdráttar. Í ljósi þess að ekki er að mati Kkd Hauka gætt samræmis í niðurstöðum aga- og úrskurðarnefndar KKÍ telja Haukar rétt að birta allar upplýsingar um málin, þar með talin myndbrotin. Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. Körfuknattleiksdeildin hefur ekki viljað birta myndböndin fyrr en nú. Ástæðan er sé að þeim finnst aganefnd KKÍ ekki gæta jafnræðis í dómum sínum. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir kjaftshöggið en Davíð Páll Hermannsson Haukamaður fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum. Haukarnir telji að Margrét Kara hefði átt að fá þyngri dóm. Þess vegna hafa Haukarnir áfrýjað í máli Margrétar Köru. María Lind þurfti að fara á sjúkrahús vegna höggsins þar sem hún gat ekki bitið saman. Ekki var umbrot að ræða en líklega blæddi inn á kjálkaliðinn. Viku síðar hefur María Lind ekki enn náð sér af þeim áverkjum sem hún varð fyrir. Hægt er að lesa yfirlýsingu Haukanna hér að neðan og skoða myndbandið af atvikunum tveimur hér að ofan. Yfirlýsing frá stjórn Körfuknattleiksdeildar HaukaStjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka harmar þau óíþróttamannslegu atvik sem urðu í leikjum meistaraflokka kvenna og karla 9. og 10.mars síðast liðin að Ásvöllum. Nú hafa fallið dómar hjá aga- og úrskurðarnefnd KKÍ um málin. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka telur að í úrskurðum nefndarinnar sé ekki gætt jafnræðis né samræmis í dómum yfir þeim sem hlut eiga að máli. Án þess að á nokkurn hátt sé gert minna úr alvarleika brots Davíðs Páls Hermannssonar leikmanns Hauka í meistaraflokki karla þá telur stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka að brot Margrétar Köru Sturludóttur leikmanns KR verðskuldi mun harðari refsingu en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ felldi um það brot vegna eftirfarandi: 1. Brot Margrétar Köru á leikmanni Hauka, Maríu Lind Sigurðardóttur er framkvæmt án minnsta tilefnis og af hreinum ásetningi eins og glöggt má sjá á myndbroti af atvikinu. 2. María þurfti aðhlynningu lækna strax eftir atvikið og var á slysadeild langt fram á kvöld, enda gat hún ekki bitið saman og var með áverka eftir brotið. Við röntgen- og sneiðmyndatöku kom í ljós að sem betur fer er ekki er um brot að ræða en líklega hefur blætt inn á kjálkaliðinn. Nú viku síðar hefur María enn ekki náð sér af þeim áverkum sem hún varð fyrir, hún finnur enn töluverðan sársauka við eðlilegar hreyfingar á kjálkanum. 3. Hvorki leikmaður KR né Körfuknattleiksdeild KR hafa opinberlega beðist afsökunar á framkomu leikmanns eins og leikmenn KFÍ og Hauka gerðu daginn eftir að atvik í leik þeirra. 4. Í því atviki sem varð í leik Hauka og KFÍ eru tveir gerendur sem báðir eiga sök á þeim óíþróttamannslegu átökum sem þar urðu. Í atviki í leik Hauka og KR er einn gerandi sem gerir yfirvegaða og algerlega tilefnislausa árás á leikmann Hauka sem á sér einskis ills von. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að áfrýa dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur til áfrýjunardómstóls KKÍ þar sem Haukar telja að ekki sé gætt samræmis í úrskurðum þessara alvarlegu agamála. Tilefnislausar og yfirvegaðar árásir eins og gerðist í leik Hauka og KR eiga aldrei að sjást á leikvelli. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka telur að alvarleiki brots leikmanns KR endurspeglist ekki í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ og áfrýja því Haukar úrskurðinum. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka Haukar höfðu ákveðið að sína ekki opinberlega myndbrot sem Hauka TV tóku upp af þeim atvikum sem urðu í leikjum Hauka við KR og KFÍ þar sem stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka taldi að birting myndbrotanna væri ekki körfuknattleiknum til framdráttar. Í ljósi þess að ekki er að mati Kkd Hauka gætt samræmis í niðurstöðum aga- og úrskurðarnefndar KKÍ telja Haukar rétt að birta allar upplýsingar um málin, þar með talin myndbrotin.
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira