Lán í Búðarháls skilyrt - Icesave hangir á spýtunni 17. mars 2011 11:32 Frá Búðarhálsvirkjun. Lán sem Landsvirkjun gætið fengið frá Norræna fjárfestingarbankanum til að fjármagna Búðarhálsvirkjun er háð því skilyrði að önnur fjármögnun takist. Í raun gæti fyrirvarinn þýtt að lánið fáist ekki nema Icesave-deilan leysist. Landsvirkjun og Norræni fjárfestingabankinn undirrituðu í gær lánasamning til sextán ára upp á 70 milljónir bandaríkjadollara, eða sem svarar 8,6 milljörðum króna. Láninu er ætlað að fjármagna Búðarhálsvirkjun og nemur lánsfjárhæðin um þriðjungi þeirra 26 milljarða króna sem virkjunin mun kosta, en áformað er að hún verði öll fjármögnuð með lántöku. Þetta er ekki aðeins fyrsta lánið til virkjunarinnar heldur jafnframt fyrsta lánið sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir til íslensks fyrirtækis frá bankahruninu í október 2008. Lánið er þó skilyrt, og staðfestir Ragna Sara Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að lánveitingin sé háð því að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar takist að öðru leyti. Í því sambandi skal rifjað upp að Evrópski fjárfestingarbankinn hefur allt frá því í fyrravor neitað að afgreiða lán til Landsvirkjunar vegna Búðarháls með þeim óformlegu skilaboðum að stjórn bankans vilji fyrst sjá fram á lausn Icesave-deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga. Þegar Ragna Sara er spurð hvort þetta þýði í raun að lánið frá Norræna fjárfestingarbankum sé háð lausn Icesave-deilunnar, svarar hún að svo þurfi ekki endilega að vera. Aðrir möguleikar á lánum séu til skoðunar og Landsvirkjun sé bjartsýn á að fjármögnun takist á næstunni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fór varlega í að fagna á Alþingi í morgun: "Það er ánægjulegt að þetta sé í höfn. En það er ekki þar með sagt að hér sé búið að losa um það að við fáum bara greiðlega inn lánafyrirgreiðslur erlendis frá. Ég hygg að við þurfum að klára Icesave-málið til að það sé með þeim hætti að það sé viðunandi," sagði Jóhanna. Icesave Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Lán sem Landsvirkjun gætið fengið frá Norræna fjárfestingarbankanum til að fjármagna Búðarhálsvirkjun er háð því skilyrði að önnur fjármögnun takist. Í raun gæti fyrirvarinn þýtt að lánið fáist ekki nema Icesave-deilan leysist. Landsvirkjun og Norræni fjárfestingabankinn undirrituðu í gær lánasamning til sextán ára upp á 70 milljónir bandaríkjadollara, eða sem svarar 8,6 milljörðum króna. Láninu er ætlað að fjármagna Búðarhálsvirkjun og nemur lánsfjárhæðin um þriðjungi þeirra 26 milljarða króna sem virkjunin mun kosta, en áformað er að hún verði öll fjármögnuð með lántöku. Þetta er ekki aðeins fyrsta lánið til virkjunarinnar heldur jafnframt fyrsta lánið sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir til íslensks fyrirtækis frá bankahruninu í október 2008. Lánið er þó skilyrt, og staðfestir Ragna Sara Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að lánveitingin sé háð því að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar takist að öðru leyti. Í því sambandi skal rifjað upp að Evrópski fjárfestingarbankinn hefur allt frá því í fyrravor neitað að afgreiða lán til Landsvirkjunar vegna Búðarháls með þeim óformlegu skilaboðum að stjórn bankans vilji fyrst sjá fram á lausn Icesave-deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga. Þegar Ragna Sara er spurð hvort þetta þýði í raun að lánið frá Norræna fjárfestingarbankum sé háð lausn Icesave-deilunnar, svarar hún að svo þurfi ekki endilega að vera. Aðrir möguleikar á lánum séu til skoðunar og Landsvirkjun sé bjartsýn á að fjármögnun takist á næstunni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fór varlega í að fagna á Alþingi í morgun: "Það er ánægjulegt að þetta sé í höfn. En það er ekki þar með sagt að hér sé búið að losa um það að við fáum bara greiðlega inn lánafyrirgreiðslur erlendis frá. Ég hygg að við þurfum að klára Icesave-málið til að það sé með þeim hætti að það sé viðunandi," sagði Jóhanna.
Icesave Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira