Miami sýndi styrk sinn í San Antonio Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. mars 2011 09:00 Dwayne Wade í baráttunni gegn Tim Duncan í San Antonio í gær. AP Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær og fóru 9 leikir fram. Boston tapaði gegn New Jersey Nets, 88-79. Boston og Chicago deila nú efsta sæti Austurdeildarinnar og er mikil spenna framundan á lokasprettinum. Miami náði loksins að vinna eitt af bestu liðum deildarinnar en San Antonio Spurs tapaði gegn „ofurliðinu" 110-80. Meistaralið LA Lakers sýndi styrk sinn gegn Orlando með 97-84 sigri á heimavelli.LA Lakers – Orlando 97 – 84 Pau Gasol skoraði 23 stig fyrir meistaraliðið sem hefur unnið 10 af 11 leikjum sínum eftir Stjörnuhelgina. Kobe Bryant skoraði 16 stig fyrir Lakers en hann snéri sig á ökkla í síðasta leik og er enn langt frá því að vera búinn að jafna sig. Dwight Howard skoraði 22 stig fyrir Orlando og tók 15 fráköst að auki. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar árið 2009.Miami - San Antonio 110–80 Chris Bosh hefur ekki vakið mikla lukku hjá stuðningsmönnum Miami frá því hann kom til liðsins en hann sýndi gamla takta í gær með 30 stigum og 12 fráköstum. Dwyane Wade bætti við 29 stigum og LeBron James skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar. Samtals skoruðu þeir félagar 80 stig – líkt og allt liðið hjá San Antonio. Tony Parker skoraði 18 stig fyrir San Antonio.Glen Davis (11) og Sasha Vujacic leikmaður New Jersey Nets.APNew Jersey – Boston 88-79 Þetta var fimmti sigurleikur Nets í röð þar og virðist Deron Williams leikstjórnandi liðsins vera að ná tökum á verkefninu. Hann skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar. Brook Lopez og Kris Humphries skoruðu samtals 36 stig og tóku 20 fráköst. Kevin Garnett var atkvæðamikill í liði Boston með 18 stig og 8 fráköst. Glen Davis skoraði 16 stig og tók hann 14 fráköst. Ray Allen var stigahæstur í liði Boston með 19 stig. Þetta var þriðji tapleikur liðsins í síðustu fjórum leikjum.Washington – Oklahoma 89 – 116 Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma, Russell Westbrook skoraði 18 stig og gaf 12 stoðsendingar. Miðherjinn Kendrick Perkins lék sinn fyrsta leik með Oklahoma eftir að hann kom frá Boston Celtics. Hann skoraði 6 stig og tók 9 fráköst á þeim 20 mínútum sem hann lék. Þetta var 20 tapleikur Washington í síðustu 23 leikjumMemphis – LA Clippers 105 – 82 Zach Randolph skoraði 30 stig og tók 12 fráköst fyrir Memphis. „Troðslumeistarinn" Blake Griffin náði sér ekki á strik hjá Clippers og skoraði hann aðeins 8 stig og er það í fyrsta sinn í vetur sem hann nær ekki að skora 10 stig eða meira í leik.New Orleans – Denver 103 – 114 Denver virðist ekki sakna þess að vera ekki með Carmelo Anthony í liðinu því Denver hefur unnið 8 af síðustu 10 leikjum frá því hann fór til New York. Bakvörðurinn Ty Lawson hefur blómstrað en hann skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar og Raymond Felton sem kom frá New York var einnig flottur en hann skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar.Houston – Phoenix 95-93 Kevin Martin skoraði 23 stig fyrir Houston sem lék án Luis Scola sem er næst stigahæsti leikmaður liðsins. Chuck Hayes skoraði 21 stig og er það met hjá honum en hann tók einnig 9 fráköst. Steve Nash lék ekki með Phoenix og Channing Frye missti af fjórða leiknum í röð. Phoenix hefur falli í 10. sætið í Vesturdeildinni og tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Utah – Philadelphia 112-107 (eftir framlengingu) Al Jefferson skoraði 30 stig og tók 17 fráköst í liði Utah í framlengdum leik. C.J. Miles skoraði 19 stig og tók hann 8 fráköst í gær. Andrei Kirilenko skoraði 7 af alls 16 stigum sínum í framlengingunni. Andre Iguodala skoraði 23 stig fyrir gestina frá Philadelphiu og Lou Williams kom inn af varamannabekknum og skoraði 22 stig.Sacramento – Golden State 129 -119 Marcus Thornton skoraði 42 stig fyrir Sacramento og er það persónulegt met. Golden State hafði unnið sex leiki í röð áður en liðið hélt til Sacramento. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær og fóru 9 leikir fram. Boston tapaði gegn New Jersey Nets, 88-79. Boston og Chicago deila nú efsta sæti Austurdeildarinnar og er mikil spenna framundan á lokasprettinum. Miami náði loksins að vinna eitt af bestu liðum deildarinnar en San Antonio Spurs tapaði gegn „ofurliðinu" 110-80. Meistaralið LA Lakers sýndi styrk sinn gegn Orlando með 97-84 sigri á heimavelli.LA Lakers – Orlando 97 – 84 Pau Gasol skoraði 23 stig fyrir meistaraliðið sem hefur unnið 10 af 11 leikjum sínum eftir Stjörnuhelgina. Kobe Bryant skoraði 16 stig fyrir Lakers en hann snéri sig á ökkla í síðasta leik og er enn langt frá því að vera búinn að jafna sig. Dwight Howard skoraði 22 stig fyrir Orlando og tók 15 fráköst að auki. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar árið 2009.Miami - San Antonio 110–80 Chris Bosh hefur ekki vakið mikla lukku hjá stuðningsmönnum Miami frá því hann kom til liðsins en hann sýndi gamla takta í gær með 30 stigum og 12 fráköstum. Dwyane Wade bætti við 29 stigum og LeBron James skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar. Samtals skoruðu þeir félagar 80 stig – líkt og allt liðið hjá San Antonio. Tony Parker skoraði 18 stig fyrir San Antonio.Glen Davis (11) og Sasha Vujacic leikmaður New Jersey Nets.APNew Jersey – Boston 88-79 Þetta var fimmti sigurleikur Nets í röð þar og virðist Deron Williams leikstjórnandi liðsins vera að ná tökum á verkefninu. Hann skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar. Brook Lopez og Kris Humphries skoruðu samtals 36 stig og tóku 20 fráköst. Kevin Garnett var atkvæðamikill í liði Boston með 18 stig og 8 fráköst. Glen Davis skoraði 16 stig og tók hann 14 fráköst. Ray Allen var stigahæstur í liði Boston með 19 stig. Þetta var þriðji tapleikur liðsins í síðustu fjórum leikjum.Washington – Oklahoma 89 – 116 Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma, Russell Westbrook skoraði 18 stig og gaf 12 stoðsendingar. Miðherjinn Kendrick Perkins lék sinn fyrsta leik með Oklahoma eftir að hann kom frá Boston Celtics. Hann skoraði 6 stig og tók 9 fráköst á þeim 20 mínútum sem hann lék. Þetta var 20 tapleikur Washington í síðustu 23 leikjumMemphis – LA Clippers 105 – 82 Zach Randolph skoraði 30 stig og tók 12 fráköst fyrir Memphis. „Troðslumeistarinn" Blake Griffin náði sér ekki á strik hjá Clippers og skoraði hann aðeins 8 stig og er það í fyrsta sinn í vetur sem hann nær ekki að skora 10 stig eða meira í leik.New Orleans – Denver 103 – 114 Denver virðist ekki sakna þess að vera ekki með Carmelo Anthony í liðinu því Denver hefur unnið 8 af síðustu 10 leikjum frá því hann fór til New York. Bakvörðurinn Ty Lawson hefur blómstrað en hann skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar og Raymond Felton sem kom frá New York var einnig flottur en hann skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar.Houston – Phoenix 95-93 Kevin Martin skoraði 23 stig fyrir Houston sem lék án Luis Scola sem er næst stigahæsti leikmaður liðsins. Chuck Hayes skoraði 21 stig og er það met hjá honum en hann tók einnig 9 fráköst. Steve Nash lék ekki með Phoenix og Channing Frye missti af fjórða leiknum í röð. Phoenix hefur falli í 10. sætið í Vesturdeildinni og tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Utah – Philadelphia 112-107 (eftir framlengingu) Al Jefferson skoraði 30 stig og tók 17 fráköst í liði Utah í framlengdum leik. C.J. Miles skoraði 19 stig og tók hann 8 fráköst í gær. Andrei Kirilenko skoraði 7 af alls 16 stigum sínum í framlengingunni. Andre Iguodala skoraði 23 stig fyrir gestina frá Philadelphiu og Lou Williams kom inn af varamannabekknum og skoraði 22 stig.Sacramento – Golden State 129 -119 Marcus Thornton skoraði 42 stig fyrir Sacramento og er það persónulegt met. Golden State hafði unnið sex leiki í röð áður en liðið hélt til Sacramento.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira