Boston fékk aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. mars 2011 09:00 Carlos Delfino leikmaður Milwaukee og Paul Pierce. AP Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær. Boston setti félagsmet með því að fá aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee. Kevin Love leikmaður Minnesota skoraði aðeins 6 stig gegn Golden State en hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 53 leikjum í röð. Indiana kom verulega á óvart með góðum sigri gegn New York á útivelli.Boston – Milwaukee 87-56 Boston Celtics setti nýtt félagsmet þegar liðið fékk aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee á heimavelli. Frá því að NBA deildin hóf að nota skotklukku hefur Boston ekki fengið jafn fá stig á sig í leik. Milwaukee setti einnig með en liðið hefur aldrei skorað jafn fá stig í leik. Skotnýting liðsins var skelfileg – 31,4%. Earl Brandon var stigahæstur með 10 stig í liði Milwaukee. Boston fékk aðeins 38 stig á sig í fyrstu þremur leikhlunum sem er NBA met. Ray Allen var stigahæstur í liði Boston með 17 stig en hann lék aðeins í þremur leikhlutum af alls fjórum.New York – Indiana 93-106 Indiana mætti til leiks í Madison Square Garden án þess að vera með stigahæsta leikmann liðsins í leikmannahónum. Þrátt fyrir það náði Indiana að ljúka sex leikja taphrinu á erfiðum útivelli. Tyler Hansbrough var stigahæstur í liði Indiana með 29 stig sem er persónulegt met. Amar'e Stoudemire skoraði 28 fyrir heimamenn og Carmelo Anthony skoraði 25. Þjálfari Cleveland ósáttur við hugarfar leikmannaKevin Durant er lykilmaður í Oklahoma-liðinu.APCleveland – Oklahoma 75-95 Russell Westbrook skoraði 20 stig fyrir Oklahoma 95-75 sigri á útivelli gegn Cleveland Cavaliers. Kevin Durant skoraði 19. Byron Scott þjálfari Cleveland sagði á fundi með fréttamönnum eftir leikinn að hann væri farinn að efast um að leikmenn liðsins væru með það hugarfar sem þyrfti til að leika í NBA deildinni.Toronto – Charlotte 90-95 Það var mikið í húfi fyrir Charlotte liðið að landa sigri í Toronto þar sem að Charlotte er í harðri baráttu gegn Indiana um áttunda sætið í Austurdeildinni og þar með sæti í úrslitakeppninni. D.J. Augustin's 23 skoraði 23 stig fyrir Charlotte, og Gerald Henderson skoraði 18. Andrea Bargnani var stigahæstur í lið Toronto með 17 stig.Phoenix – Orlando 88-111 Dwight Howard miðherji Orlando náði að rjúfa 10.000 stiga múrinn í stórsigri liðsins gegn Phoenix. Howard skoraði 26 stig og tók 15 fráköst. Phoenix átti aldrei möguleika þar sem að liðið lék án Steve Nash og Channing Frey. Tölfræðin segir allt sem segja þarf um mikilvægi Nash. Suns er með 67% vinningshlutfall í þeim leikjum þar sem Nash er á leiksskýrslu, en liðið er aðeins með 31% vinningshlutfall í þeim 29 leikjum þar sem hann hefur ekki verið með liðinu.Golden State – Minnesota 100-77 Kevin Love leikmaður Minnesota náði ekki tvöfaldri tvennu eins og hann hafði gert í 53 leikjum í röð. Love skoraði aðeins 6 stig í 100-77 tapleik en hann hefur skorað a.m.k. 10 stig og tekið fleiri en 10 fráköst í öllum leikjum liðsins frá 19. nóvember. Met Elvin Hayes stendur því enn en Hayes náði tvöfaldri tvennu í 55 leikjum í röð tímabilið 1973-1974. Stephen Curry var stigahæstur í liði Golden State með 24 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.Staðan í Austurdeild: Boston 47 – 17 (73,4%) Chicago 47 - 18 (72,3%) Miami 45 – 21 (68,2%) Orlando 42 – 25 (62,7%) Atlanta 38 – 28 (57,6%) New York 34 – 31 (52,3%) Philadelphia 34 - 32 (51,5%) Indiana 28 – 38 (42,4%) ------------------------------- Charlotte 28 – 38 (42,4%) Milwaukee 26 – 39 (40,0%) Detroit 23 – 44 (34,3%) New Jersey 21 – 43 (32,8%) Toronto 18 – 48 (27,3%) Washington 16 – 48 (25,0%) Cleveland 12 - 53 (18,5%)Staðan í Vesturdeild: San Antonio 54 – 12 (81,8%) Dallas 47 – 19 (71,2%) L.A. Lakers 47 – 20 (70,1%) Oklahoma City 42 – 23 (64,6%) Denver 39 – 27 (59,1%) New Orleans 39 – 29 (57,4%) Portland 37 – 29 (56,1%) Memphis 36 – 31 (53,7%) ----------------------------------- Phoenix 33 – 31 (51,6%) Utah 34 – 33 (50,7%) Houston 33 – 34 (49,3%) Golden State 30 – 36 (45,5%) L.A. Clippers 26 – 41 (38,8%) Minnesota 17 – 51 (25,0%) Sacramento 15 – 49 (23,4%) NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær. Boston setti félagsmet með því að fá aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee. Kevin Love leikmaður Minnesota skoraði aðeins 6 stig gegn Golden State en hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 53 leikjum í röð. Indiana kom verulega á óvart með góðum sigri gegn New York á útivelli.Boston – Milwaukee 87-56 Boston Celtics setti nýtt félagsmet þegar liðið fékk aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee á heimavelli. Frá því að NBA deildin hóf að nota skotklukku hefur Boston ekki fengið jafn fá stig á sig í leik. Milwaukee setti einnig með en liðið hefur aldrei skorað jafn fá stig í leik. Skotnýting liðsins var skelfileg – 31,4%. Earl Brandon var stigahæstur með 10 stig í liði Milwaukee. Boston fékk aðeins 38 stig á sig í fyrstu þremur leikhlunum sem er NBA met. Ray Allen var stigahæstur í liði Boston með 17 stig en hann lék aðeins í þremur leikhlutum af alls fjórum.New York – Indiana 93-106 Indiana mætti til leiks í Madison Square Garden án þess að vera með stigahæsta leikmann liðsins í leikmannahónum. Þrátt fyrir það náði Indiana að ljúka sex leikja taphrinu á erfiðum útivelli. Tyler Hansbrough var stigahæstur í liði Indiana með 29 stig sem er persónulegt met. Amar'e Stoudemire skoraði 28 fyrir heimamenn og Carmelo Anthony skoraði 25. Þjálfari Cleveland ósáttur við hugarfar leikmannaKevin Durant er lykilmaður í Oklahoma-liðinu.APCleveland – Oklahoma 75-95 Russell Westbrook skoraði 20 stig fyrir Oklahoma 95-75 sigri á útivelli gegn Cleveland Cavaliers. Kevin Durant skoraði 19. Byron Scott þjálfari Cleveland sagði á fundi með fréttamönnum eftir leikinn að hann væri farinn að efast um að leikmenn liðsins væru með það hugarfar sem þyrfti til að leika í NBA deildinni.Toronto – Charlotte 90-95 Það var mikið í húfi fyrir Charlotte liðið að landa sigri í Toronto þar sem að Charlotte er í harðri baráttu gegn Indiana um áttunda sætið í Austurdeildinni og þar með sæti í úrslitakeppninni. D.J. Augustin's 23 skoraði 23 stig fyrir Charlotte, og Gerald Henderson skoraði 18. Andrea Bargnani var stigahæstur í lið Toronto með 17 stig.Phoenix – Orlando 88-111 Dwight Howard miðherji Orlando náði að rjúfa 10.000 stiga múrinn í stórsigri liðsins gegn Phoenix. Howard skoraði 26 stig og tók 15 fráköst. Phoenix átti aldrei möguleika þar sem að liðið lék án Steve Nash og Channing Frey. Tölfræðin segir allt sem segja þarf um mikilvægi Nash. Suns er með 67% vinningshlutfall í þeim leikjum þar sem Nash er á leiksskýrslu, en liðið er aðeins með 31% vinningshlutfall í þeim 29 leikjum þar sem hann hefur ekki verið með liðinu.Golden State – Minnesota 100-77 Kevin Love leikmaður Minnesota náði ekki tvöfaldri tvennu eins og hann hafði gert í 53 leikjum í röð. Love skoraði aðeins 6 stig í 100-77 tapleik en hann hefur skorað a.m.k. 10 stig og tekið fleiri en 10 fráköst í öllum leikjum liðsins frá 19. nóvember. Met Elvin Hayes stendur því enn en Hayes náði tvöfaldri tvennu í 55 leikjum í röð tímabilið 1973-1974. Stephen Curry var stigahæstur í liði Golden State með 24 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.Staðan í Austurdeild: Boston 47 – 17 (73,4%) Chicago 47 - 18 (72,3%) Miami 45 – 21 (68,2%) Orlando 42 – 25 (62,7%) Atlanta 38 – 28 (57,6%) New York 34 – 31 (52,3%) Philadelphia 34 - 32 (51,5%) Indiana 28 – 38 (42,4%) ------------------------------- Charlotte 28 – 38 (42,4%) Milwaukee 26 – 39 (40,0%) Detroit 23 – 44 (34,3%) New Jersey 21 – 43 (32,8%) Toronto 18 – 48 (27,3%) Washington 16 – 48 (25,0%) Cleveland 12 - 53 (18,5%)Staðan í Vesturdeild: San Antonio 54 – 12 (81,8%) Dallas 47 – 19 (71,2%) L.A. Lakers 47 – 20 (70,1%) Oklahoma City 42 – 23 (64,6%) Denver 39 – 27 (59,1%) New Orleans 39 – 29 (57,4%) Portland 37 – 29 (56,1%) Memphis 36 – 31 (53,7%) ----------------------------------- Phoenix 33 – 31 (51,6%) Utah 34 – 33 (50,7%) Houston 33 – 34 (49,3%) Golden State 30 – 36 (45,5%) L.A. Clippers 26 – 41 (38,8%) Minnesota 17 – 51 (25,0%) Sacramento 15 – 49 (23,4%)
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira