Ríkið greiðir ekki fyrir kynningu á Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. mars 2011 19:32 Ríkissjóður greiðir ekki fyrir kynningar á Icesave-samningunum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sumir nefndarmenn í Icesave-nefndinni halda slíkar kynningar frítt en aðrir rukka fyrirtækin sem biðja um kynningarnar. Í síðustu viku stóð Arion banki fyrir tveimur kynningarfundum á nýju Icesave-samningunum, en nokkru áður hafði Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem situr í Icesave-nefndinni, haldið kynningu fyrir starfsfólk bankans um sama efni. Jóhannes Karl hélt erindi fyrir starfsfólkið og á opnu fundunum tveimur og gerði það án greiðslu. Á opnu fundunum hélt líka breski fjármálasérfræðingurinn Andrew Speirs hjá ráðgjafarfyrirtækinu Hawkpoint fyrirlestur en Arion banki lét hjá líða að geta þess í kynningarefni vegna fundarins að Speirs þessi vann fyrir samninganefndina. Fréttastofa sendi Speirs fyrirspurn vegna kostnaðarins, þ.e hvort hann hafi fengið greitt fyrir að halda fyrirlesturinn, en hann svaraði ekki. Að undanförnu hafa ýmis fyrirtæki óskað eftir kynningarfundum á Icesave-samningunum fyrir starfsfólk sitt. Ríkissjóður greiðir ekki fyrir erindi nefndarmanna úr samninganefndinni á þessum fundum og eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa stjórnvöld ekki skipt sér af því hvort nefndarmenn í samninganefndinni þekkist slík boð. Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður í samninganefndinni, hefur haldið erindi á tveimur slíkum fundum en hann sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtæki sem óskuðu eftir kynningu greiddu fyrir fyrirlestrana sjálf enda væru slíkar kynningar ekki gerðar fyrir ríkið. Icesave Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ríkissjóður greiðir ekki fyrir kynningar á Icesave-samningunum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sumir nefndarmenn í Icesave-nefndinni halda slíkar kynningar frítt en aðrir rukka fyrirtækin sem biðja um kynningarnar. Í síðustu viku stóð Arion banki fyrir tveimur kynningarfundum á nýju Icesave-samningunum, en nokkru áður hafði Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem situr í Icesave-nefndinni, haldið kynningu fyrir starfsfólk bankans um sama efni. Jóhannes Karl hélt erindi fyrir starfsfólkið og á opnu fundunum tveimur og gerði það án greiðslu. Á opnu fundunum hélt líka breski fjármálasérfræðingurinn Andrew Speirs hjá ráðgjafarfyrirtækinu Hawkpoint fyrirlestur en Arion banki lét hjá líða að geta þess í kynningarefni vegna fundarins að Speirs þessi vann fyrir samninganefndina. Fréttastofa sendi Speirs fyrirspurn vegna kostnaðarins, þ.e hvort hann hafi fengið greitt fyrir að halda fyrirlesturinn, en hann svaraði ekki. Að undanförnu hafa ýmis fyrirtæki óskað eftir kynningarfundum á Icesave-samningunum fyrir starfsfólk sitt. Ríkissjóður greiðir ekki fyrir erindi nefndarmanna úr samninganefndinni á þessum fundum og eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa stjórnvöld ekki skipt sér af því hvort nefndarmenn í samninganefndinni þekkist slík boð. Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður í samninganefndinni, hefur haldið erindi á tveimur slíkum fundum en hann sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtæki sem óskuðu eftir kynningu greiddu fyrir fyrirlestrana sjálf enda væru slíkar kynningar ekki gerðar fyrir ríkið.
Icesave Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira