Greining segir afnám gjaldeyrishafta einkennast af hræðslu 28. mars 2011 15:01 Greining MP Banka segir að ásætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna sé afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Fjallað er um málið í Markaðsvísi greiningarinnar. Þar segir að nú eru liðin tvö og hálft ár frá hruni bankanna þriggja og sá tími hefur verið nýttur til þess að draga úr þeirri gjaldeyrisáhættu sem var til staðar í efnahagsreikningum margra heimila og fyrirtækja í landinu. Þessi gjaldeyrisáhætta var ástæða þess að gjaldeyrishöftin voru sett á sínum tíma. Kostnaður við höftin eykst með tímanum eins og hagfræðingar Seðlabankans hafa ítrekað bent á. Það er því kostnaðarsamt að bíða frekar með næstu skref. Heimilin og fyrirtækin hafa haft þrjátíu mánuði til að losa sig við þessa gjaldeyrisáhættu í skjóli haftanna. Höftin hafa því skilað sínu og nú er klárlega kominn tími til að losna undan þeim. „Áætlun Seðlabankans er afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Hættan er að þessi langi listi forsenda verði notaður sem afsökun fyrir því að fresta afnámi hafta og ala þannig á óhagkvæmni í efnahagslífinu um langt skeið. Vonandi verður það þó ekki raunin,“ segir í Markaðsvísinum. Þá segir að það sé gott að sjá að áætlunin er óháð því hver framtíðarrammi peningastefnunnar verður. Aðeins er tilgreint að hann þurfi að liggja fyrir áður en síðustu skrefin verða tekin. Enda er það reynsla okkar sem annarra að langvarandi gjaldeyrishöft draga úr framleiðni þjóðarbúsins og skerða lífskjör til lengri tíma. Því er mikilvægt að fylgja trúverðugri áætlun líkt og nú liggur fyrir, um afnám hafta, hvort sem Icesave samningurinn verður staðfestur eða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er það mikilvægt hvort sem umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður staðfest eða hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Hver sem niðurstaða þessara mála verður liggur fyrir að það er þjóðinni til hagsbóta að aflétta höftum eins fljótt og auðið er. Það kann svo að vera að niðurstaða Iceasave kosninganna hafi áhrif á hve fljótt tiltekin skref verða stigin en hún breytir þó engu um að þau verða stigin og það innan þess tímaramma sem tilgreindur hefur verið. Icesave Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Greining MP Banka segir að ásætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna sé afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Fjallað er um málið í Markaðsvísi greiningarinnar. Þar segir að nú eru liðin tvö og hálft ár frá hruni bankanna þriggja og sá tími hefur verið nýttur til þess að draga úr þeirri gjaldeyrisáhættu sem var til staðar í efnahagsreikningum margra heimila og fyrirtækja í landinu. Þessi gjaldeyrisáhætta var ástæða þess að gjaldeyrishöftin voru sett á sínum tíma. Kostnaður við höftin eykst með tímanum eins og hagfræðingar Seðlabankans hafa ítrekað bent á. Það er því kostnaðarsamt að bíða frekar með næstu skref. Heimilin og fyrirtækin hafa haft þrjátíu mánuði til að losa sig við þessa gjaldeyrisáhættu í skjóli haftanna. Höftin hafa því skilað sínu og nú er klárlega kominn tími til að losna undan þeim. „Áætlun Seðlabankans er afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Hættan er að þessi langi listi forsenda verði notaður sem afsökun fyrir því að fresta afnámi hafta og ala þannig á óhagkvæmni í efnahagslífinu um langt skeið. Vonandi verður það þó ekki raunin,“ segir í Markaðsvísinum. Þá segir að það sé gott að sjá að áætlunin er óháð því hver framtíðarrammi peningastefnunnar verður. Aðeins er tilgreint að hann þurfi að liggja fyrir áður en síðustu skrefin verða tekin. Enda er það reynsla okkar sem annarra að langvarandi gjaldeyrishöft draga úr framleiðni þjóðarbúsins og skerða lífskjör til lengri tíma. Því er mikilvægt að fylgja trúverðugri áætlun líkt og nú liggur fyrir, um afnám hafta, hvort sem Icesave samningurinn verður staðfestur eða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er það mikilvægt hvort sem umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður staðfest eða hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Hver sem niðurstaða þessara mála verður liggur fyrir að það er þjóðinni til hagsbóta að aflétta höftum eins fljótt og auðið er. Það kann svo að vera að niðurstaða Iceasave kosninganna hafi áhrif á hve fljótt tiltekin skref verða stigin en hún breytir þó engu um að þau verða stigin og það innan þess tímaramma sem tilgreindur hefur verið.
Icesave Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira