Gjaldeyrishöftin verða áfram um fyrirsjáanlega framtíð 28. mars 2011 12:35 Greining Íslandsbanka telur að mestar líkur séu á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. Jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við áætlunina sem kynnt var fyrir helgi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að ólíklegt virðist að önnur skref verði stigin til afléttingar gjaldeyrishafta á næstunni en þau sem snúa að því að aflétta þrýstingi vegna aflandskróna. Eru því líkur á að yfirvöld muni nýta sér verulegan hluta þess svigrúms sem skapast við framlengingu lagaheimildar um gjaldeyrishöft til ársloka 2015, eins og efnahags- og viðskiptaráðherra hyggst leggja til við Alþingi. Eftir að þrýstingi vegna aflandskróna hefur verið aflétt er síðara skrefið til afléttingar skiptiútboð þar sem eigendur ríkisskuldabréfa í krónum fá að skipta þeim yfir í ríkisskuldabréf í erlendum gjaldeyri. Verð og gjalddagi síðarnefndu bréfanna ræðst af markaðsaðstæðum. Eigendum aflandskróna í innlendum bönkum verður heimilað að skipta þeim í erlendan gjaldeyri gegn stiglækkandi gjaldi sem í upphafi mun jafngilda muninum á aflandsgengi og innlendu gengi krónu. „Ljóst má vera að þetta seinna skref verður ekki stigið á næstunni, og reyndar teljum við ólíklegt að það verði byrjað á því á þessu ári," segir í Morgunkorninu. „Óvissan um hvenær það komist í gang er fremur á þann veginn að það gæti dregist um einhver misseri í viðbót. Hins vegar er ætlunin að framkvæma þetta skref nokkuð hratt þar sem erfitt verður að hafa stjórn á þeim glufum sem myndast þegar farið verður af stað með það. Hins vegar teljum við mestar líkur á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð, jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við framangreinda áætlun." Þá segir að lífeyrissjóðir munu líklega lúta strangari skilyrðum en aðrir fjárfestar um gjaldeyriskaup næstu árin. Það mun því líklega líða á löngu þar til erlendar eignir þeirra verða aftur orðnar sambærilegar við hlutfall þeirra undanfarin ár. Velta má því fyrir sér hvort það er heppilegt að áhættudreifing sjóðanna sé takmörkuð með þessum hætti. Icesave-kosningin hefur samkvæmt áætluninni ekki áhrif á hvenær fyrstu skrefin verða stigin. Hins vegar er það tekið fram að verði niðurstaðan í kosningunum sú að fella samninginn mun það líklega leiða til tafa á seinustu skrefum í fyrri hluta áætlunarinnar og seinka seinni hlutanum. Er það vegna skilyrðisins um að ríkissjóður, og í kjölfarið aðrir innlendir aðilar, geti fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. Icesave Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur að mestar líkur séu á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. Jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við áætlunina sem kynnt var fyrir helgi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að ólíklegt virðist að önnur skref verði stigin til afléttingar gjaldeyrishafta á næstunni en þau sem snúa að því að aflétta þrýstingi vegna aflandskróna. Eru því líkur á að yfirvöld muni nýta sér verulegan hluta þess svigrúms sem skapast við framlengingu lagaheimildar um gjaldeyrishöft til ársloka 2015, eins og efnahags- og viðskiptaráðherra hyggst leggja til við Alþingi. Eftir að þrýstingi vegna aflandskróna hefur verið aflétt er síðara skrefið til afléttingar skiptiútboð þar sem eigendur ríkisskuldabréfa í krónum fá að skipta þeim yfir í ríkisskuldabréf í erlendum gjaldeyri. Verð og gjalddagi síðarnefndu bréfanna ræðst af markaðsaðstæðum. Eigendum aflandskróna í innlendum bönkum verður heimilað að skipta þeim í erlendan gjaldeyri gegn stiglækkandi gjaldi sem í upphafi mun jafngilda muninum á aflandsgengi og innlendu gengi krónu. „Ljóst má vera að þetta seinna skref verður ekki stigið á næstunni, og reyndar teljum við ólíklegt að það verði byrjað á því á þessu ári," segir í Morgunkorninu. „Óvissan um hvenær það komist í gang er fremur á þann veginn að það gæti dregist um einhver misseri í viðbót. Hins vegar er ætlunin að framkvæma þetta skref nokkuð hratt þar sem erfitt verður að hafa stjórn á þeim glufum sem myndast þegar farið verður af stað með það. Hins vegar teljum við mestar líkur á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð, jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við framangreinda áætlun." Þá segir að lífeyrissjóðir munu líklega lúta strangari skilyrðum en aðrir fjárfestar um gjaldeyriskaup næstu árin. Það mun því líklega líða á löngu þar til erlendar eignir þeirra verða aftur orðnar sambærilegar við hlutfall þeirra undanfarin ár. Velta má því fyrir sér hvort það er heppilegt að áhættudreifing sjóðanna sé takmörkuð með þessum hætti. Icesave-kosningin hefur samkvæmt áætluninni ekki áhrif á hvenær fyrstu skrefin verða stigin. Hins vegar er það tekið fram að verði niðurstaðan í kosningunum sú að fella samninginn mun það líklega leiða til tafa á seinustu skrefum í fyrri hluta áætlunarinnar og seinka seinni hlutanum. Er það vegna skilyrðisins um að ríkissjóður, og í kjölfarið aðrir innlendir aðilar, geti fjármagnað sig á erlendum mörkuðum.
Icesave Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira