Umfjöllun: Framarar niðurlægðu Hauka á þeirra eigin heimavelli Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2011 18:40 Jóhann Gunnar Einarsson gefur inn á nafna sinn Reynisson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik á Ásvöllum í dag þegar Haukar tóku á móti Fram í 19. umferð N1-deild karla. Framarar voru fyrir leikinn með 21 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar með aðeins einu stigi minna í því fjórða. Haukar gátu því með sigri komist upp fyrir Framara en þessi lið berjast bæði um laust sæti í úrslitakeppninni. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og góður varnarleikur var einkennandi. Þegar staðan var 4-4 fóru Framarar í gírinn og skoruðu fimm mörk í röð á nokkrum andartökum og allt í einu var staðan 9-4 fyrir gestina, en þá tók Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Hauka, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Leikur Hauka batnaði alls ekki eftir leikhléið heldur versnaði hann til muna. Framarar náðu mest átta marka forystu 17-9 í fyrri hálfleik. Framarar voru að leika alveg sérstaklega góðan varnarleik í fyrri hálfleik og hrein unun að fylgjast með. Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, fékk sína aðra brotvísun eftir aðeins 20 mínútna leik en hann hafði verið gríðarlega mikilvægur í vörninni fram að því. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Fram. Haukar hófu síðari hálfleikinn skelfilega en þeir náðu aðeins að skora 3 mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Framarar gengu á lagið og juku við forskot sitt en staðan varð fljótlega 24-15 og leikurinn í raun búinn. Gríðarleg stemmning var í Framliðinu og þeir fögnuðu hverju marki eins og það væri úrslitamarkið. Haukar náðu mest 12 marka forystu og hreinlega niðurlægðu Hauka þá þeirra eigin heimavelli. Þegar lokaflautið gall þá var staðan 34-22 og algjör upprúllun staðreynd. Eftir leikinn í dag eru Framarar í vænlegri stöðu með 23 stig í þriðja sætinu og það er alfarið í þeirra eigin höndum að komast í úrslitakeppnina. Haukar eru með 20 stig í fjórða sætinu en það er alveg á hreinu að liðið nær ekki að halda fjórða sætinu með spilamennsku eins og sást í dag. Haukar - Fram 22-34 (12-18)Mörk Haukar (Skot): Stefán Rafn Sigurmannson 7 (17) ,Tjörvi Þorgeirsson 4 (8) ,Heimir Óli Heimisson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (6) ,Guðmundur Árni Ólafsson 2 (3) ,Björgvin Þór Hólmgeirsson 2 (4) ,Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (29/5, 39%), Aron Rafn Eðvarsson 0 (4/2)Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Freyr Brynjarsson , Guðmundur Árni 2, Stefán Rafn)Fiskuð víti: 2(Björgvin og Freyr)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 8/6 (17/8) ,Jóhann Karl Reynisson 7 (9) ,Andri Berg Haraldsson 6 (9) ,Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10) ,Haraldur Þorvarðarson 3 (3) ,Magnús Stefánsson 1 (4) ,Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1) ,Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3) ,Matthías Daðason 1 (1).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 16 (21/1, 43%), Björn Viðar Björnsson 0 (1)Hraðaupphlaup: 5 ( Stefán Baldvin2 ,Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar)Fiskuð víti: 8(Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar 2, Halldór Jóhann 2, Hákon Stefánsson, Haraldur Þorvarðarson)Utan vallar: 6 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik á Ásvöllum í dag þegar Haukar tóku á móti Fram í 19. umferð N1-deild karla. Framarar voru fyrir leikinn með 21 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar með aðeins einu stigi minna í því fjórða. Haukar gátu því með sigri komist upp fyrir Framara en þessi lið berjast bæði um laust sæti í úrslitakeppninni. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og góður varnarleikur var einkennandi. Þegar staðan var 4-4 fóru Framarar í gírinn og skoruðu fimm mörk í röð á nokkrum andartökum og allt í einu var staðan 9-4 fyrir gestina, en þá tók Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Hauka, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Leikur Hauka batnaði alls ekki eftir leikhléið heldur versnaði hann til muna. Framarar náðu mest átta marka forystu 17-9 í fyrri hálfleik. Framarar voru að leika alveg sérstaklega góðan varnarleik í fyrri hálfleik og hrein unun að fylgjast með. Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, fékk sína aðra brotvísun eftir aðeins 20 mínútna leik en hann hafði verið gríðarlega mikilvægur í vörninni fram að því. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Fram. Haukar hófu síðari hálfleikinn skelfilega en þeir náðu aðeins að skora 3 mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Framarar gengu á lagið og juku við forskot sitt en staðan varð fljótlega 24-15 og leikurinn í raun búinn. Gríðarleg stemmning var í Framliðinu og þeir fögnuðu hverju marki eins og það væri úrslitamarkið. Haukar náðu mest 12 marka forystu og hreinlega niðurlægðu Hauka þá þeirra eigin heimavelli. Þegar lokaflautið gall þá var staðan 34-22 og algjör upprúllun staðreynd. Eftir leikinn í dag eru Framarar í vænlegri stöðu með 23 stig í þriðja sætinu og það er alfarið í þeirra eigin höndum að komast í úrslitakeppnina. Haukar eru með 20 stig í fjórða sætinu en það er alveg á hreinu að liðið nær ekki að halda fjórða sætinu með spilamennsku eins og sást í dag. Haukar - Fram 22-34 (12-18)Mörk Haukar (Skot): Stefán Rafn Sigurmannson 7 (17) ,Tjörvi Þorgeirsson 4 (8) ,Heimir Óli Heimisson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (6) ,Guðmundur Árni Ólafsson 2 (3) ,Björgvin Þór Hólmgeirsson 2 (4) ,Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (29/5, 39%), Aron Rafn Eðvarsson 0 (4/2)Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Freyr Brynjarsson , Guðmundur Árni 2, Stefán Rafn)Fiskuð víti: 2(Björgvin og Freyr)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 8/6 (17/8) ,Jóhann Karl Reynisson 7 (9) ,Andri Berg Haraldsson 6 (9) ,Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10) ,Haraldur Þorvarðarson 3 (3) ,Magnús Stefánsson 1 (4) ,Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1) ,Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3) ,Matthías Daðason 1 (1).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 16 (21/1, 43%), Björn Viðar Björnsson 0 (1)Hraðaupphlaup: 5 ( Stefán Baldvin2 ,Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar)Fiskuð víti: 8(Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar 2, Halldór Jóhann 2, Hákon Stefánsson, Haraldur Þorvarðarson)Utan vallar: 6 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira