Umfjöllun: Framarar niðurlægðu Hauka á þeirra eigin heimavelli Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2011 18:40 Jóhann Gunnar Einarsson gefur inn á nafna sinn Reynisson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik á Ásvöllum í dag þegar Haukar tóku á móti Fram í 19. umferð N1-deild karla. Framarar voru fyrir leikinn með 21 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar með aðeins einu stigi minna í því fjórða. Haukar gátu því með sigri komist upp fyrir Framara en þessi lið berjast bæði um laust sæti í úrslitakeppninni. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og góður varnarleikur var einkennandi. Þegar staðan var 4-4 fóru Framarar í gírinn og skoruðu fimm mörk í röð á nokkrum andartökum og allt í einu var staðan 9-4 fyrir gestina, en þá tók Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Hauka, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Leikur Hauka batnaði alls ekki eftir leikhléið heldur versnaði hann til muna. Framarar náðu mest átta marka forystu 17-9 í fyrri hálfleik. Framarar voru að leika alveg sérstaklega góðan varnarleik í fyrri hálfleik og hrein unun að fylgjast með. Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, fékk sína aðra brotvísun eftir aðeins 20 mínútna leik en hann hafði verið gríðarlega mikilvægur í vörninni fram að því. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Fram. Haukar hófu síðari hálfleikinn skelfilega en þeir náðu aðeins að skora 3 mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Framarar gengu á lagið og juku við forskot sitt en staðan varð fljótlega 24-15 og leikurinn í raun búinn. Gríðarleg stemmning var í Framliðinu og þeir fögnuðu hverju marki eins og það væri úrslitamarkið. Haukar náðu mest 12 marka forystu og hreinlega niðurlægðu Hauka þá þeirra eigin heimavelli. Þegar lokaflautið gall þá var staðan 34-22 og algjör upprúllun staðreynd. Eftir leikinn í dag eru Framarar í vænlegri stöðu með 23 stig í þriðja sætinu og það er alfarið í þeirra eigin höndum að komast í úrslitakeppnina. Haukar eru með 20 stig í fjórða sætinu en það er alveg á hreinu að liðið nær ekki að halda fjórða sætinu með spilamennsku eins og sást í dag. Haukar - Fram 22-34 (12-18)Mörk Haukar (Skot): Stefán Rafn Sigurmannson 7 (17) ,Tjörvi Þorgeirsson 4 (8) ,Heimir Óli Heimisson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (6) ,Guðmundur Árni Ólafsson 2 (3) ,Björgvin Þór Hólmgeirsson 2 (4) ,Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (29/5, 39%), Aron Rafn Eðvarsson 0 (4/2)Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Freyr Brynjarsson , Guðmundur Árni 2, Stefán Rafn)Fiskuð víti: 2(Björgvin og Freyr)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 8/6 (17/8) ,Jóhann Karl Reynisson 7 (9) ,Andri Berg Haraldsson 6 (9) ,Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10) ,Haraldur Þorvarðarson 3 (3) ,Magnús Stefánsson 1 (4) ,Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1) ,Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3) ,Matthías Daðason 1 (1).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 16 (21/1, 43%), Björn Viðar Björnsson 0 (1)Hraðaupphlaup: 5 ( Stefán Baldvin2 ,Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar)Fiskuð víti: 8(Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar 2, Halldór Jóhann 2, Hákon Stefánsson, Haraldur Þorvarðarson)Utan vallar: 6 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik á Ásvöllum í dag þegar Haukar tóku á móti Fram í 19. umferð N1-deild karla. Framarar voru fyrir leikinn með 21 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar með aðeins einu stigi minna í því fjórða. Haukar gátu því með sigri komist upp fyrir Framara en þessi lið berjast bæði um laust sæti í úrslitakeppninni. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og góður varnarleikur var einkennandi. Þegar staðan var 4-4 fóru Framarar í gírinn og skoruðu fimm mörk í röð á nokkrum andartökum og allt í einu var staðan 9-4 fyrir gestina, en þá tók Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Hauka, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Leikur Hauka batnaði alls ekki eftir leikhléið heldur versnaði hann til muna. Framarar náðu mest átta marka forystu 17-9 í fyrri hálfleik. Framarar voru að leika alveg sérstaklega góðan varnarleik í fyrri hálfleik og hrein unun að fylgjast með. Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, fékk sína aðra brotvísun eftir aðeins 20 mínútna leik en hann hafði verið gríðarlega mikilvægur í vörninni fram að því. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Fram. Haukar hófu síðari hálfleikinn skelfilega en þeir náðu aðeins að skora 3 mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Framarar gengu á lagið og juku við forskot sitt en staðan varð fljótlega 24-15 og leikurinn í raun búinn. Gríðarleg stemmning var í Framliðinu og þeir fögnuðu hverju marki eins og það væri úrslitamarkið. Haukar náðu mest 12 marka forystu og hreinlega niðurlægðu Hauka þá þeirra eigin heimavelli. Þegar lokaflautið gall þá var staðan 34-22 og algjör upprúllun staðreynd. Eftir leikinn í dag eru Framarar í vænlegri stöðu með 23 stig í þriðja sætinu og það er alfarið í þeirra eigin höndum að komast í úrslitakeppnina. Haukar eru með 20 stig í fjórða sætinu en það er alveg á hreinu að liðið nær ekki að halda fjórða sætinu með spilamennsku eins og sást í dag. Haukar - Fram 22-34 (12-18)Mörk Haukar (Skot): Stefán Rafn Sigurmannson 7 (17) ,Tjörvi Þorgeirsson 4 (8) ,Heimir Óli Heimisson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (6) ,Guðmundur Árni Ólafsson 2 (3) ,Björgvin Þór Hólmgeirsson 2 (4) ,Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (29/5, 39%), Aron Rafn Eðvarsson 0 (4/2)Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Freyr Brynjarsson , Guðmundur Árni 2, Stefán Rafn)Fiskuð víti: 2(Björgvin og Freyr)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 8/6 (17/8) ,Jóhann Karl Reynisson 7 (9) ,Andri Berg Haraldsson 6 (9) ,Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10) ,Haraldur Þorvarðarson 3 (3) ,Magnús Stefánsson 1 (4) ,Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1) ,Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3) ,Matthías Daðason 1 (1).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 16 (21/1, 43%), Björn Viðar Björnsson 0 (1)Hraðaupphlaup: 5 ( Stefán Baldvin2 ,Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar)Fiskuð víti: 8(Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar 2, Halldór Jóhann 2, Hákon Stefánsson, Haraldur Þorvarðarson)Utan vallar: 6 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira