Niðurstaða Icesavekosninga skilyrði lánasamnings 23. mars 2011 18:45 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Mynd/Stefán Karlsson Lánshæfismat ríkisins og þar með niðurstaða Icesavekosninga er skilyrði lánasamnings sem Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn skrifuðu undir í dag. Búið er að fjármagna um sjötíu prósent Búðarhálsvirkjunar. Lánasamningurinn er að upphæð 70 milljón evrur eða um 11,3 milljarðar króna. Hann er þó háður ákveðnum skilyrðum. „Það sem er svona óhefðbundið skilyrði er að bankinn hefur sett sem skilyrði að lánshæfi íslenska ríkisins haldist ásættanlegt að mati bankans, það þýðir það að þar sem íslenska ríkið er með frekar lágt lánshæfismat ef það yrði lækkað. Þannig bankinn yrði ekki sáttur við það þá yrði lánið í raun og veru ekki afgreitt," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Ísland er nú þegar metið í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratins en hjá Standard & Poor's og Moody's er lánshæfið einu haki frá ruslinu. Í síðasta mánuði sagði Moody's allar líkur á því að þeir setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave samkomulaginu. Samþykki þjóðin hins vegar samninginn er líklegast að horfum verði breytt úr neikvæðum í stöðugar. Hörður segir að Landsvirkjun muni því bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en dregið verði á þessi lán. Samningurinn sem undirritaður var í dag er til tuttugu ára með hagstæðu álagi á millibankavexti. Hörður segir lánið vera mikilvægan áfanga í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar og að svona langt lán styrki fyrirtækið fjárhagslega. „Ef við tökum lánið sem vil tilkynntum um í síðustu viku og þetta lán, þá erum við búin að fjármagna svona 70 prósent þannig að við sjáum í land með fjármögnunina og ef þetta lán fengist afgreitt þá myndi ég segja að fjármögnunin væri nánast kláruð," segir Hörður. Hörður segir framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun vera í fullum gangi og vonast er til að halda upphaflegri áætlun. Icesave Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Lánshæfismat ríkisins og þar með niðurstaða Icesavekosninga er skilyrði lánasamnings sem Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn skrifuðu undir í dag. Búið er að fjármagna um sjötíu prósent Búðarhálsvirkjunar. Lánasamningurinn er að upphæð 70 milljón evrur eða um 11,3 milljarðar króna. Hann er þó háður ákveðnum skilyrðum. „Það sem er svona óhefðbundið skilyrði er að bankinn hefur sett sem skilyrði að lánshæfi íslenska ríkisins haldist ásættanlegt að mati bankans, það þýðir það að þar sem íslenska ríkið er með frekar lágt lánshæfismat ef það yrði lækkað. Þannig bankinn yrði ekki sáttur við það þá yrði lánið í raun og veru ekki afgreitt," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Ísland er nú þegar metið í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratins en hjá Standard & Poor's og Moody's er lánshæfið einu haki frá ruslinu. Í síðasta mánuði sagði Moody's allar líkur á því að þeir setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave samkomulaginu. Samþykki þjóðin hins vegar samninginn er líklegast að horfum verði breytt úr neikvæðum í stöðugar. Hörður segir að Landsvirkjun muni því bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en dregið verði á þessi lán. Samningurinn sem undirritaður var í dag er til tuttugu ára með hagstæðu álagi á millibankavexti. Hörður segir lánið vera mikilvægan áfanga í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar og að svona langt lán styrki fyrirtækið fjárhagslega. „Ef við tökum lánið sem vil tilkynntum um í síðustu viku og þetta lán, þá erum við búin að fjármagna svona 70 prósent þannig að við sjáum í land með fjármögnunina og ef þetta lán fengist afgreitt þá myndi ég segja að fjármögnunin væri nánast kláruð," segir Hörður. Hörður segir framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun vera í fullum gangi og vonast er til að halda upphaflegri áætlun.
Icesave Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira