Lánið frá EIB óbeint tengt við lausn Icesave 23. mars 2011 15:13 Lánið sem Landsvirkjun hefur fengið frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) upp á 11,3 milljarða kr. er óbeint háð lausn á Icesave deilunni. Ljóst er að Landsvirkjun mun ekki draga á þetta lán fyrr en eftir 9. apríl þegar þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið. Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir að í lánasamningnum við EIB sé ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs það er lánshæfið má ekki falla niður í svokallaðan ruslflokk. Sem stendur er lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá matsfyrirtækinu Moody´s einu haki fyrir ofan ruslflokk með neikvæðum horfum. Moody´s sagði í áliti fyrr í vetur að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði endurskoðuð þegar séð verður hvernig lyktir verða á Iceasave málinu í apríl. Hörður Árnason segir að með þessum hætti sé lausn á Icesave deilunni óbeint tengd inn í lánasamninginn við EIB og ljóst að lánið fæst ekki afgreitt ef Moody´s fellir lánshæfi ríkissjóðs um einn flokk. Hér má geta þess að lánshæfi ríkissjóðs er þegar í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratings en hjá Standard & Poor´s er lánshæfið einu haki frá ruslinu eins og hjá Moody´s. Álit Moody´s hefur þó mesta vigt af þessum þremur matsfyrirtækjum þar sem Moody´s metur einnig lánshæfi Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs. Hvað varðar framgang fjármögnunar fyrir Búðarhálsvirkjun er Hörður ánægður með þróunina. Með láni EIB sé nú búið að fjármagna um 75% af virkjunarframkvæmdunum. „Og ef allt fer á besta veg fyrir okkur mun það ekki verða neitt vandamálið að fjármagna afganginn," segir Hörður. Icesave Tengdar fréttir Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. 23. mars 2011 14:08 Moody's segir ruslflokk líklegan segi þjóðin nei við Icesave Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 23. febrúar 2011 13:44 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Lánið sem Landsvirkjun hefur fengið frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) upp á 11,3 milljarða kr. er óbeint háð lausn á Icesave deilunni. Ljóst er að Landsvirkjun mun ekki draga á þetta lán fyrr en eftir 9. apríl þegar þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið. Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir að í lánasamningnum við EIB sé ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs það er lánshæfið má ekki falla niður í svokallaðan ruslflokk. Sem stendur er lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá matsfyrirtækinu Moody´s einu haki fyrir ofan ruslflokk með neikvæðum horfum. Moody´s sagði í áliti fyrr í vetur að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði endurskoðuð þegar séð verður hvernig lyktir verða á Iceasave málinu í apríl. Hörður Árnason segir að með þessum hætti sé lausn á Icesave deilunni óbeint tengd inn í lánasamninginn við EIB og ljóst að lánið fæst ekki afgreitt ef Moody´s fellir lánshæfi ríkissjóðs um einn flokk. Hér má geta þess að lánshæfi ríkissjóðs er þegar í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratings en hjá Standard & Poor´s er lánshæfið einu haki frá ruslinu eins og hjá Moody´s. Álit Moody´s hefur þó mesta vigt af þessum þremur matsfyrirtækjum þar sem Moody´s metur einnig lánshæfi Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs. Hvað varðar framgang fjármögnunar fyrir Búðarhálsvirkjun er Hörður ánægður með þróunina. Með láni EIB sé nú búið að fjármagna um 75% af virkjunarframkvæmdunum. „Og ef allt fer á besta veg fyrir okkur mun það ekki verða neitt vandamálið að fjármagna afganginn," segir Hörður.
Icesave Tengdar fréttir Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. 23. mars 2011 14:08 Moody's segir ruslflokk líklegan segi þjóðin nei við Icesave Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 23. febrúar 2011 13:44 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. 23. mars 2011 14:08
Moody's segir ruslflokk líklegan segi þjóðin nei við Icesave Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 23. febrúar 2011 13:44