FIH var peningabaukur fyrir milljarðaklúbbinn 22. mars 2011 09:51 Meðan að FIH bankinn í Danmörku var í íslenskri eigu virðist bankinn hafa virkað sem peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar á vegum manna sem almennt gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn. Þessir menn eru flestir orðnir gjaldþrota í dag eða á leið í þá stöðu. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt í blaðinu Berlingske Tidende nýlega. Þar segir að FIH hafi fjármagnað fjárfestingarævintýri þessara manna í þá „glöðu daga" áður en fjármálakreppan skall á árið 2008. Þannig hafi FIH virkað eins og peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar Erik Damgaards á þýska fasteignamarkaðinum og bankinn tók þátt í að fjármagna kaupin á SAS hótelinu í Frankfurt í samvinnu við Peter Forchhammer, Hans Henrik Palm og Henrik Örbekker. Allir þessir menn tilheyrðu klúbbnum á velmektardögum sínum en eru gjaldþrota í dag. Þessar fjárfestingar eiga stórann þátt í mjög erfiðri stöðu FIH bankans í dag. Um tíma skuldaði Erik Damgaard bankanum 650 milljónir danskra kr. eða hátt í 14 milljarða kr. vegna þýsku fjárfestinganna. Bankinn hefur fengið innan við þriðjung þeirrar upphæðar til baka. Tengdar fréttir Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. 19. febrúar 2011 09:11 Moody´s setur lánshæfi FIH bankans í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka. 16. febrúar 2011 10:08 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Meðan að FIH bankinn í Danmörku var í íslenskri eigu virðist bankinn hafa virkað sem peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar á vegum manna sem almennt gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn. Þessir menn eru flestir orðnir gjaldþrota í dag eða á leið í þá stöðu. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt í blaðinu Berlingske Tidende nýlega. Þar segir að FIH hafi fjármagnað fjárfestingarævintýri þessara manna í þá „glöðu daga" áður en fjármálakreppan skall á árið 2008. Þannig hafi FIH virkað eins og peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar Erik Damgaards á þýska fasteignamarkaðinum og bankinn tók þátt í að fjármagna kaupin á SAS hótelinu í Frankfurt í samvinnu við Peter Forchhammer, Hans Henrik Palm og Henrik Örbekker. Allir þessir menn tilheyrðu klúbbnum á velmektardögum sínum en eru gjaldþrota í dag. Þessar fjárfestingar eiga stórann þátt í mjög erfiðri stöðu FIH bankans í dag. Um tíma skuldaði Erik Damgaard bankanum 650 milljónir danskra kr. eða hátt í 14 milljarða kr. vegna þýsku fjárfestinganna. Bankinn hefur fengið innan við þriðjung þeirrar upphæðar til baka.
Tengdar fréttir Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. 19. febrúar 2011 09:11 Moody´s setur lánshæfi FIH bankans í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka. 16. febrúar 2011 10:08 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. 19. febrúar 2011 09:11
Moody´s setur lánshæfi FIH bankans í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka. 16. febrúar 2011 10:08