Innlent

Úrsögn Atla og Lilju: Yfirlýsingin öll

Lilja og Atli hafa nú sagt skilið við þingflokk VG
Lilja og Atli hafa nú sagt skilið við þingflokk VG Mynd úr safni
„Við ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar. Það á bæði við um forystu okkar eigin flokks og samstarfsflokksins í ríkisstjórn. Við höfum ítrekað mátt sæta ómálefnalegum ásökunum í okkar garð frá formanni Samfylkingarinnar og einstökum þingmönnum þess flokks," segir í yfirlýsingu sem Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sendu frá sér og kynntu á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í morgun. Þar skýrðu þau frá ástæðum þess að þau segja skilið við þingflokk Vinstri grænna.

„Við treystum okkur ekki lengur til að styðja skilyrðislaust núverandi ríkisstjórn eða bera ábyrgð á stefnu hennar og vinnubrögðum. Við munum hins vegar standa óháð vaktina fyrir stefnumálum VG og starfa í þeim anda bæði innan VG og á Alþingi," segir ennfremur í yfirlýsingu þeirra Atla og Lilju.

Hana má lesa í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Bjarni Ben: Ég hef miklar áhyggjur af framvindu mála

„Þetta er enn frekari staðfesting á þeirri óeiningu sem ríkt hefur í stjórnarsamstarfinu. Það hefur myndast djúp gjá um grundvallarmál,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um úrsögn Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar úr þingflokki VG.

Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi

Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag.

Úrsögn Lilju og Atla kom þingflokki VG í opna skjöldu

Framkvæmdastjóri þingflokks VG, Bergur Sigurðsson, segir tilkynningu um úrsögn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, úr þingflokki VG hafa komið samstarfsfólki þeirra í algjörlega opna skjöldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×