Eigandi Sauber ánægður með fyrsta mót Sergio Perez frá Mexíkó 31. mars 2011 10:22 Sergio Perez frá Mexíkó er nýliði í Formúlu 1 og ekur með Sauber liðinu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sergio Perez frá Mexíkó keppti í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á sunnudaginn með Sauber liðinu og náði sjöunda sæti, hvað aksturstíma varðar. En hann og Kamui Kobayashi voru dæmdir úr leik, þar sem bílar Sauber liðsins voru taldir ólöglegir eftir keppni. Kobayahsi varð í áttunda sæti, en árangur beggja var þurrkaður út eftir keppnina. Sauber liðið gerði mistök varðandi framsetningu á afturvæng bílanna, sem þeir sögðu ekki hafa verið vísvitandi, en dómarar dæmdu báða bíla úr leik eftir keppni. Sauber liðið ákvað að áfrýja ekki ákvörðun dómara og viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða, sem höfðu ekki áhrif á getu bílanna í brautinni eins og sagt var í fréttatilkynningu frá liðinu. Eigandi Sauber liðsins, Peter Sauber hrósaði framgöngu Perez í Merlbourne á sunnudaginn í frétt á autosport.com í dag. "Ég er hissa. Ég fylgdist með honum í GP2 mótaröðinni í fyrra og hann stóð sig vel og líka á æfingum fyrir keppnistímabilið. Við vorum ánægðir með hann á æfingunum, en í mótinu var hann framúrskarandi", sagði Sauber um Perez, sem ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum og tók aðeins eitt þjónustuhlé í mótinu. "Það er ótrúlegt að hann ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum. Það var engin ákvörðun um að taka bara eitt hlé og stóð til að taka 2-3 hlé í mótinu, en eftir 40 hringi þá ræddum við um að keyra til loka og tæknimaður ræddi við Sergio að þetta væri hugsanlegt." Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sergio Perez frá Mexíkó keppti í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á sunnudaginn með Sauber liðinu og náði sjöunda sæti, hvað aksturstíma varðar. En hann og Kamui Kobayashi voru dæmdir úr leik, þar sem bílar Sauber liðsins voru taldir ólöglegir eftir keppni. Kobayahsi varð í áttunda sæti, en árangur beggja var þurrkaður út eftir keppnina. Sauber liðið gerði mistök varðandi framsetningu á afturvæng bílanna, sem þeir sögðu ekki hafa verið vísvitandi, en dómarar dæmdu báða bíla úr leik eftir keppni. Sauber liðið ákvað að áfrýja ekki ákvörðun dómara og viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða, sem höfðu ekki áhrif á getu bílanna í brautinni eins og sagt var í fréttatilkynningu frá liðinu. Eigandi Sauber liðsins, Peter Sauber hrósaði framgöngu Perez í Merlbourne á sunnudaginn í frétt á autosport.com í dag. "Ég er hissa. Ég fylgdist með honum í GP2 mótaröðinni í fyrra og hann stóð sig vel og líka á æfingum fyrir keppnistímabilið. Við vorum ánægðir með hann á æfingunum, en í mótinu var hann framúrskarandi", sagði Sauber um Perez, sem ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum og tók aðeins eitt þjónustuhlé í mótinu. "Það er ótrúlegt að hann ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum. Það var engin ákvörðun um að taka bara eitt hlé og stóð til að taka 2-3 hlé í mótinu, en eftir 40 hringi þá ræddum við um að keyra til loka og tæknimaður ræddi við Sergio að þetta væri hugsanlegt."
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira