NBA í nótt: Miami slapp naumlega við annað neyðarlegt tap Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 09:00 Slagsmálin sem urðu til þess að þremur leikmönnum var vísað af velli í fyrri hálfleik. Mynd/AP Miami Heat mátti þakka fyrir að liðið tapaði ekki fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í nótt sem var þó án síns sterkasta leikmanns. Miami vann leikinn, 123-107. LeBron James skoraði 35 stig í leiknum en Miami tapaði í fyrrinótt fyrir hans gamla liði, Cleveland, sem er með lakasta árangur allra liða í deildinni. John Wall, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra, var rekinn af velli í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum var þó aðeins eitt stig, 91-90, í fjórða leikhlutanum. Dwyane Wade setti þá niður þrist fyrir sína menn og Washington náði ekki að ógna forystu Miami frekar eftir það. James var góður í nótt og tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar auk stiganna 35 sem hann skoraði. Wade var með 33 stig og níu stoðsendingar og Chris Bosh með 26 stig. Wall var rekinn af velli eftir að hann brást illa við olnbogaskotum frá þeim Zydrunas Ilgauskas og Juwan Howard. Hinir tveir voru einnig reknir af velli. Miami er í þriðja sæti Austurdeildarinnar en liðið er með næstum jafn góðan árangur og Boston sem er í öðru sætinu. Chicago er hins vegar með ágæta forystu á toppi deildarinnar en liðið vann Minnesota í nótt, 108-91. Derrick Rose var öflugur sem fyrr og skoraði 23 stig og gaf tíu stoðsendingar en hann spilaði samt ekkert í fjórða leikhlutanum.Milwaukee vann Toronto, 104-98. Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en þeir Andrew Bogut og Drew Gooden náðu báðir tvöfaldri tvennu í leiknum.Atlanta vann Orlando, 85-82, í uppgjöri tveggja sterkra liða í Vesturdeildinni. Joe Johnson kom Atlanta yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka en Jameer Nelson klúðraði tveimur tækifærum sem hann fékk eftir það til að jafna metin. Orlando er í fjórða sæti deildarinnar og með nokkuð mikla forystu á Atlanta sem er í því fimmta.Oklahoma City vann Phoenix, 116-98. Kevin Durant og James Harden skoruðu báðir 22 stig fyrir Oklahoma City.Philadelphia vann Houston, 108-97. Jrue Holiday var með 24 stig og tólf stiðsendingar og Thaddeus Young skoraði 22 stig fyrir Philadelphia.New Orleans vann Portland, 95-91. Carl Landry skoraði 21 stig fyrir New Orleans sem kom sér þar með upp í sjötta sæti Vesturdeildarinnar á kostnað Portland.New York vann New Jersey, 120-116. Carmely Anthony skoraði 39 stig fyrir New York í sínum öðrum leik í röð.Memphis vann Golden State, 110-91. Tony Allen skoraði 21 stig fyrir Memphis sem náði með sigrinum að tryggja að liðið verði með jákvætt sigurhlutfall á tímabilinu. Það er í fyrsta sinn í fimm ár sem það tekst.Indiana vann Detroit, 111-101. Darren Collison skoraði 20 stig og Danny Granger sautján fyrir Indiana.Denver vann Sacramento, 104-90. Ty Lawson skoraði 20 stig og þeir JR Smith og Danilo Gallinari voru með sautján hvor.Charlotte vann Cleveland, 98-97. Boris Diaw skoraði 26 stig og tryggði sínum mönnum sigur þegar fjórtán sekúndur voru til leiksloka.Dallas vann LA Clippers, 106-100. Dirk Nowitzky skoraði 24 stig fyrir Dallas en liðið vann þar með sinn 27. leik á útivelli á tímabilinu sem er besti árangur allra liða í deildinni. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Miami Heat mátti þakka fyrir að liðið tapaði ekki fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í nótt sem var þó án síns sterkasta leikmanns. Miami vann leikinn, 123-107. LeBron James skoraði 35 stig í leiknum en Miami tapaði í fyrrinótt fyrir hans gamla liði, Cleveland, sem er með lakasta árangur allra liða í deildinni. John Wall, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra, var rekinn af velli í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum var þó aðeins eitt stig, 91-90, í fjórða leikhlutanum. Dwyane Wade setti þá niður þrist fyrir sína menn og Washington náði ekki að ógna forystu Miami frekar eftir það. James var góður í nótt og tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar auk stiganna 35 sem hann skoraði. Wade var með 33 stig og níu stoðsendingar og Chris Bosh með 26 stig. Wall var rekinn af velli eftir að hann brást illa við olnbogaskotum frá þeim Zydrunas Ilgauskas og Juwan Howard. Hinir tveir voru einnig reknir af velli. Miami er í þriðja sæti Austurdeildarinnar en liðið er með næstum jafn góðan árangur og Boston sem er í öðru sætinu. Chicago er hins vegar með ágæta forystu á toppi deildarinnar en liðið vann Minnesota í nótt, 108-91. Derrick Rose var öflugur sem fyrr og skoraði 23 stig og gaf tíu stoðsendingar en hann spilaði samt ekkert í fjórða leikhlutanum.Milwaukee vann Toronto, 104-98. Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en þeir Andrew Bogut og Drew Gooden náðu báðir tvöfaldri tvennu í leiknum.Atlanta vann Orlando, 85-82, í uppgjöri tveggja sterkra liða í Vesturdeildinni. Joe Johnson kom Atlanta yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka en Jameer Nelson klúðraði tveimur tækifærum sem hann fékk eftir það til að jafna metin. Orlando er í fjórða sæti deildarinnar og með nokkuð mikla forystu á Atlanta sem er í því fimmta.Oklahoma City vann Phoenix, 116-98. Kevin Durant og James Harden skoruðu báðir 22 stig fyrir Oklahoma City.Philadelphia vann Houston, 108-97. Jrue Holiday var með 24 stig og tólf stiðsendingar og Thaddeus Young skoraði 22 stig fyrir Philadelphia.New Orleans vann Portland, 95-91. Carl Landry skoraði 21 stig fyrir New Orleans sem kom sér þar með upp í sjötta sæti Vesturdeildarinnar á kostnað Portland.New York vann New Jersey, 120-116. Carmely Anthony skoraði 39 stig fyrir New York í sínum öðrum leik í röð.Memphis vann Golden State, 110-91. Tony Allen skoraði 21 stig fyrir Memphis sem náði með sigrinum að tryggja að liðið verði með jákvætt sigurhlutfall á tímabilinu. Það er í fyrsta sinn í fimm ár sem það tekst.Indiana vann Detroit, 111-101. Darren Collison skoraði 20 stig og Danny Granger sautján fyrir Indiana.Denver vann Sacramento, 104-90. Ty Lawson skoraði 20 stig og þeir JR Smith og Danilo Gallinari voru með sautján hvor.Charlotte vann Cleveland, 98-97. Boris Diaw skoraði 26 stig og tryggði sínum mönnum sigur þegar fjórtán sekúndur voru til leiksloka.Dallas vann LA Clippers, 106-100. Dirk Nowitzky skoraði 24 stig fyrir Dallas en liðið vann þar með sinn 27. leik á útivelli á tímabilinu sem er besti árangur allra liða í deildinni.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira