Óupplýst börn í mestri áhættu Kolbrún Baldursdóttir skrifar 31. mars 2011 06:00 Í tengslum við frétt af manni sem var að reyna að lokka börn upp í bíl hefur spunnist mikil umræða um hvernig foreldrar geti best uppfrætt börn sín um hættur af þessum toga. Þessari umræðu ber að fagna eins og allri umræðu um hvernig við getum frætt og verndað börnin okkar. Þó þarf að gæta þess að skapa ekki óþarfa kvíða og hræðslu í huga barnsins. Sum börn eru viðkvæmari en önnur. Skynji þau hræðslu hjá foreldrum fyllast þau ótta sem auðveldlega getur undið upp á sig og leitt til alvarlegrar vanlíðunar. Kynferðisafbrotamenn leynast víða. Þeir aka ekki einungis um á bílum og reyna að lokka til sín börn með því að lofa þeim sælgæti eða leikföngum heldur sækja einnig á aðra staði þar sem mörg börn koma saman. Þau börn sem ekki hafa fengið viðeigandi fræðslu eru í mestri áhættu með að verða fórnarlömb kynferðisbrotamanna. Börn þurfa leiðbeiningu um þessa hegðun eins og aðra. Fræðsla um líkamann, einkastaðina getur byrjað um 5 ára aldur og á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu foreldra sem endurtekin er með reglulegu millibili. Yfirveguð umræða, matreidd samkvæmt aldri og persónuleika barnsins ætti einmitt að fara fram þegar engin sérstök ógn steðjar að. Skerpa á síðan á henni við sérstakar aðstæður eins og þær sem nýlega hefur verið greint frá. Þá er tilvalið að segja: svo manstu elskan mín það sem við höfum áður rætt um, aldrei upp í bíl hjá ókunnugum! Innihald þeirrar umræðunnar (fræðslu) sem á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu er sem dæmi: Kynna ákveðin hugtök fyrir barninu sem hægt er að nota sem grunn í umræðunni, t.d. hvað er átt við með hugtakinu einkastaðir. Allir einkastaðaleikir eru bannaðir. Enginn á að snerta einkastaði barnsins: Hvaða snerting er í lagi, viðeigandi og hvernig snerting er ekki í lagi, óviðeigandi, skaðleg og ólögleg? Ítreka við barnið, ef einhver vill gera eitthvað við þig sem þú vilt ekki og veist að ekki má þá bara flýta sér strax burt og segja frá. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að lesa og meta umhverfið, átta sig á hvaða aðstæður gætu verið ógnandi og hættulegar og hvenær á að forða sér í burtu. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að greina muninn á réttu og viðeigandi atferli og röngu og ósiðlegu atferli. Það skynjar og greinir hvers lags hegðun telst vera innan eðlilegra marka, þekkir birtingarmyndir óviðeigandi atferlis og veit hvað það á að gera lendi það í ógnandi aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í tengslum við frétt af manni sem var að reyna að lokka börn upp í bíl hefur spunnist mikil umræða um hvernig foreldrar geti best uppfrætt börn sín um hættur af þessum toga. Þessari umræðu ber að fagna eins og allri umræðu um hvernig við getum frætt og verndað börnin okkar. Þó þarf að gæta þess að skapa ekki óþarfa kvíða og hræðslu í huga barnsins. Sum börn eru viðkvæmari en önnur. Skynji þau hræðslu hjá foreldrum fyllast þau ótta sem auðveldlega getur undið upp á sig og leitt til alvarlegrar vanlíðunar. Kynferðisafbrotamenn leynast víða. Þeir aka ekki einungis um á bílum og reyna að lokka til sín börn með því að lofa þeim sælgæti eða leikföngum heldur sækja einnig á aðra staði þar sem mörg börn koma saman. Þau börn sem ekki hafa fengið viðeigandi fræðslu eru í mestri áhættu með að verða fórnarlömb kynferðisbrotamanna. Börn þurfa leiðbeiningu um þessa hegðun eins og aðra. Fræðsla um líkamann, einkastaðina getur byrjað um 5 ára aldur og á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu foreldra sem endurtekin er með reglulegu millibili. Yfirveguð umræða, matreidd samkvæmt aldri og persónuleika barnsins ætti einmitt að fara fram þegar engin sérstök ógn steðjar að. Skerpa á síðan á henni við sérstakar aðstæður eins og þær sem nýlega hefur verið greint frá. Þá er tilvalið að segja: svo manstu elskan mín það sem við höfum áður rætt um, aldrei upp í bíl hjá ókunnugum! Innihald þeirrar umræðunnar (fræðslu) sem á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu er sem dæmi: Kynna ákveðin hugtök fyrir barninu sem hægt er að nota sem grunn í umræðunni, t.d. hvað er átt við með hugtakinu einkastaðir. Allir einkastaðaleikir eru bannaðir. Enginn á að snerta einkastaði barnsins: Hvaða snerting er í lagi, viðeigandi og hvernig snerting er ekki í lagi, óviðeigandi, skaðleg og ólögleg? Ítreka við barnið, ef einhver vill gera eitthvað við þig sem þú vilt ekki og veist að ekki má þá bara flýta sér strax burt og segja frá. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að lesa og meta umhverfið, átta sig á hvaða aðstæður gætu verið ógnandi og hættulegar og hvenær á að forða sér í burtu. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að greina muninn á réttu og viðeigandi atferli og röngu og ósiðlegu atferli. Það skynjar og greinir hvers lags hegðun telst vera innan eðlilegra marka, þekkir birtingarmyndir óviðeigandi atferlis og veit hvað það á að gera lendi það í ógnandi aðstæðum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun