Körfubolti

Detroit Pistons fær nýjan eiganda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tom Gores tekur við Pistons í sumar.
Tom Gores tekur við Pistons í sumar.
Detroit Pistons tilkynnti í gær að milljarðamæringurinn Tom Gores hefði ákveðið að kaupa félagið sem er í miklum fjárhagsvandræðum. Karen Davidson eignaðist félagið 2009 er eiginmaður hennar, Tom, dó en hún vildi selja.

NBA á eftir að leggja blessun sína yfir söluna en væntanlega verður endanlega gengið frá sölunni þann 30. júní.

Gores er viðskiptajöfur frá Kaliforníu og hefur verið að gera sig breiðan í Hollywood. Hann var í 153. sæti á lista yfir ríkustu Bandaríkjamennina hjá Forbes í fyrra.

Gores er 46 ára og kemur frá Flint í Michigan sem er ekki langt frá Detroit. Hann gekk síðan í Michigan State-háskólann áður en hann ákvað að flytja til Kaliforníu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×