NBA: Chicago sendi sterk skilaboð með góðum sigri á Boston Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. apríl 2011 09:00 Derrick Rose skoraði alls 30 stig fyrir heimamenn og hann gaf 8 stoðsendingar en hann er mjög líklegur til þess að vera valin leikmaður ársins í lok deildarkeppninnar, MVP. AP Chicago Bulls sendi sterk skilaboð til mótherja sinn í Austurdeildinni í gær þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 97-81, í NBA deildinni í körfubolta. Aðeins tveir leikir fóru fram í gær en Portland vann Utah á útivelli 98-87. Flest lið deildarinnar eiga 3-4 leiki eftir í deildarkeppninni og úrslitakeppnina er handan við hornið. Chicago er í efsta sæti Austurdeildar með 58 sigurleiki og 20 tapleiki en Boston er í öðru sæti með 54 sigra og 24 töp. Margir búast við því að þessi lið leiki til úrslita í Austurdeildinni og eftir sigurinn í gær er ljóst að Chicago er nánast búið að tryggja sér heimavallaréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Miami Heat, sem er í þriðja sæti, á ekki lengur möguleika á efsta sætinu og Boston á aðeins tölfræðilega möguleika á efsta sætinu. Góður leikkafli Bulls í síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum en Chicago er eitt besta varnarlið deildarinnar. Derrick Rose skoraði alls 30 stig fyrir heimamenn og hann gaf 8 stoðsendingar en hann er mjög líklegur til þess að vera valin leikmaður ársins í lok deildarkeppninnar, MVP. Enski landsliðsmaðurinn Luol Deng skoraði 23 stig fyrir Chicago og Carlos Boozer skoraði 14 og tók 12 fráköst. Paul Pierce, Kevin Garnett og Ray Allen náðu aðeins að skora 32 stig samtals og áttu þeir í vandræðum gegn sterkri vörn Chicago. Það er ljóst hvaða átta lið leika til úrslita í Austurdeildinni og miðað við stöðuna eins og hún er núna þá mætast eftirfarandi lið: Chicago (1) – Indiana (8) Boston (2) – Philadelphia (7) Miami (3) – New York (6) Orlando (4) – Atlanta (5) Hvernig er staðan fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni?Utah Jazz á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina.APÍ Vesturdeildinni er aðeins barist um eitt laust sæti í úrslitakeppninni og þar eru það Memphis og Houston sem eiga möguleika á 8. sætinu. Houston er þremur sigurleikjumá eftir Memphis og það þarf allt að ganga upp hjá Houston á lokakaflanum til þess að það gangi upp. Eins og staðan er núna þá mætast eftirfarandi lið í fyrstu umferð Vesturdeildar: San Antonio Spurs (1) – Memphis (8) LA Lakers (2) – New Orleans (7) Dallas (3) – Portland (6) Oklahoma (4) – Denver (5) NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira
Chicago Bulls sendi sterk skilaboð til mótherja sinn í Austurdeildinni í gær þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 97-81, í NBA deildinni í körfubolta. Aðeins tveir leikir fóru fram í gær en Portland vann Utah á útivelli 98-87. Flest lið deildarinnar eiga 3-4 leiki eftir í deildarkeppninni og úrslitakeppnina er handan við hornið. Chicago er í efsta sæti Austurdeildar með 58 sigurleiki og 20 tapleiki en Boston er í öðru sæti með 54 sigra og 24 töp. Margir búast við því að þessi lið leiki til úrslita í Austurdeildinni og eftir sigurinn í gær er ljóst að Chicago er nánast búið að tryggja sér heimavallaréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Miami Heat, sem er í þriðja sæti, á ekki lengur möguleika á efsta sætinu og Boston á aðeins tölfræðilega möguleika á efsta sætinu. Góður leikkafli Bulls í síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum en Chicago er eitt besta varnarlið deildarinnar. Derrick Rose skoraði alls 30 stig fyrir heimamenn og hann gaf 8 stoðsendingar en hann er mjög líklegur til þess að vera valin leikmaður ársins í lok deildarkeppninnar, MVP. Enski landsliðsmaðurinn Luol Deng skoraði 23 stig fyrir Chicago og Carlos Boozer skoraði 14 og tók 12 fráköst. Paul Pierce, Kevin Garnett og Ray Allen náðu aðeins að skora 32 stig samtals og áttu þeir í vandræðum gegn sterkri vörn Chicago. Það er ljóst hvaða átta lið leika til úrslita í Austurdeildinni og miðað við stöðuna eins og hún er núna þá mætast eftirfarandi lið: Chicago (1) – Indiana (8) Boston (2) – Philadelphia (7) Miami (3) – New York (6) Orlando (4) – Atlanta (5) Hvernig er staðan fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni?Utah Jazz á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina.APÍ Vesturdeildinni er aðeins barist um eitt laust sæti í úrslitakeppninni og þar eru það Memphis og Houston sem eiga möguleika á 8. sætinu. Houston er þremur sigurleikjumá eftir Memphis og það þarf allt að ganga upp hjá Houston á lokakaflanum til þess að það gangi upp. Eins og staðan er núna þá mætast eftirfarandi lið í fyrstu umferð Vesturdeildar: San Antonio Spurs (1) – Memphis (8) LA Lakers (2) – New Orleans (7) Dallas (3) – Portland (6) Oklahoma (4) – Denver (5)
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira