Umfjöllun: FH vann HK í hörkuleik Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 7. apríl 2011 22:04 Ásbjörn Friðriksson lék vel fyrir FH í kvöld. Mynd/Vilhelm FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. HK vann upp forskot FH og komst einu marki yfir, en FH liðið sýndi karakter og kláraði leikinn á lokasprettinum. FH mætir því Fram í undanúrslitum en HK fær Akureyri. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti frábæran leik og varði 15 skot þar af 3 vítaköst. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær fyrir gestina en hann skoraði 9 mörk. Daníel Berg Grétarsson var atkvæðamestur fyrir HK með 5 mörk. Það var mikil fjölskyldustemmning í Digranesinu í kvöld þegar heimamenn í HK tóku á móti FH. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og því var ekki mikið undir. HK-ingar gátu með sigri komist upp fyrir Fram í þriðja sætið en þá þurftu Framarar að tapa fyrir Akureyri fyrir norðan. Það vill aftur á móti ekkert lið fara inn í úrslitakeppnina með lélegan leik á bakinu og því öruggt að leikmenn ætluðu sér að leggja allt í sölurnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Þegar líða tók á hálfleikinn náðu gestirnir í FH tökum á leiknum. Varnarleikur KH-inga var ekki góður og FH átti í engum vandræðum með að brjóta sig í gegn. Þegar staðan var 8-5 fyrir FH hrukku HK-ingar í gírinn og jöfnuðu leikinn 10-10. Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, var að spila virkilega vel á miðjunni fyrir heimamenn. FH-ingar voru samt sem áður alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, varði virkilega vel í hálfleiknum, en hann tók 7 bolta og þar af tvö vítaköst. FH-ingar höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 17-14. Logi Geirsson kom inn á í liði FH í byrjun seinni hálfleiks og lék í vinstra horninu, en hann lék aðeins í nokkrar mínútur. FH-ingar settu í fimmta gírinn þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og komust fljótlega sex mörkum yfir 24-18. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var að eiga stórleik fyrir Fimleikafélagið. HK-ingar eru þekktir fyrir það að koma til baka og það gerður þeir í kvöld. Það tók HK ekki nema um fimm mínútur að jafna leikinn 25-25 og allt á suðurpunkti í Digranesinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, fór fyrir sínu liði á þessum kafla og stjórnaði leik liðsins vel. HK komst yfir í næstu sókn 26-25, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra og eftir mikla baráttu náðu þeir að innbyrða sigur 29-27 í virkilega skemmtilegum handboltaleik. HK - FH 27-29 (14-17)Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ólafur Bjarki, Bjarki Már Elísson, Sigurjón Björnsson, Léó Snær)Fiskuð víti: 4 (Atli Karl, Daníel Berg, Vilhelm og Ólafur Bjarki)Utan vallar: 2 mínúturMörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.)Hraðaupphlaup: 4 (Ari, Ólafur Gústafsson, Ásbjörn og Benedikt )Fiskuð víti: 2 (Atli og Ólafur Gústafsson).Utan vallar: 6 mín Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. HK vann upp forskot FH og komst einu marki yfir, en FH liðið sýndi karakter og kláraði leikinn á lokasprettinum. FH mætir því Fram í undanúrslitum en HK fær Akureyri. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti frábæran leik og varði 15 skot þar af 3 vítaköst. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær fyrir gestina en hann skoraði 9 mörk. Daníel Berg Grétarsson var atkvæðamestur fyrir HK með 5 mörk. Það var mikil fjölskyldustemmning í Digranesinu í kvöld þegar heimamenn í HK tóku á móti FH. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og því var ekki mikið undir. HK-ingar gátu með sigri komist upp fyrir Fram í þriðja sætið en þá þurftu Framarar að tapa fyrir Akureyri fyrir norðan. Það vill aftur á móti ekkert lið fara inn í úrslitakeppnina með lélegan leik á bakinu og því öruggt að leikmenn ætluðu sér að leggja allt í sölurnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Þegar líða tók á hálfleikinn náðu gestirnir í FH tökum á leiknum. Varnarleikur KH-inga var ekki góður og FH átti í engum vandræðum með að brjóta sig í gegn. Þegar staðan var 8-5 fyrir FH hrukku HK-ingar í gírinn og jöfnuðu leikinn 10-10. Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, var að spila virkilega vel á miðjunni fyrir heimamenn. FH-ingar voru samt sem áður alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, varði virkilega vel í hálfleiknum, en hann tók 7 bolta og þar af tvö vítaköst. FH-ingar höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 17-14. Logi Geirsson kom inn á í liði FH í byrjun seinni hálfleiks og lék í vinstra horninu, en hann lék aðeins í nokkrar mínútur. FH-ingar settu í fimmta gírinn þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og komust fljótlega sex mörkum yfir 24-18. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var að eiga stórleik fyrir Fimleikafélagið. HK-ingar eru þekktir fyrir það að koma til baka og það gerður þeir í kvöld. Það tók HK ekki nema um fimm mínútur að jafna leikinn 25-25 og allt á suðurpunkti í Digranesinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, fór fyrir sínu liði á þessum kafla og stjórnaði leik liðsins vel. HK komst yfir í næstu sókn 26-25, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra og eftir mikla baráttu náðu þeir að innbyrða sigur 29-27 í virkilega skemmtilegum handboltaleik. HK - FH 27-29 (14-17)Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ólafur Bjarki, Bjarki Már Elísson, Sigurjón Björnsson, Léó Snær)Fiskuð víti: 4 (Atli Karl, Daníel Berg, Vilhelm og Ólafur Bjarki)Utan vallar: 2 mínúturMörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.)Hraðaupphlaup: 4 (Ari, Ólafur Gústafsson, Ásbjörn og Benedikt )Fiskuð víti: 2 (Atli og Ólafur Gústafsson).Utan vallar: 6 mín
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira