Körfubolti

NBA: Boston afgreiddi New York 4-0

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Glen Davis og Amar'e Stoudemire berjast um boltann í kvöld.
Glen Davis og Amar'e Stoudemire berjast um boltann í kvöld. Mynd/AP
Boston Celtics sópaði New York Knicks úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í kvöld.

Boston vann leik liðanna í kvöld með tólf stiga mun, 101-89, og rimmuna þar með 4-0. Boston varð þar með fyrsta liðið í úrslitakeppninni til að komast áfram í næstu umferð.

Kevin Garnett skoraði 26 stig og var með tíu fráköst þar að auki fyrir Boston. Rajon Rondo var með 21 stig og tólf stoðsendingar. Ray Allen og Glen Davis skoruðu fjórtán stig hvor.

Boston komst mest 23 stigum yfir í leiknum en New York náði að minnka forystuna í fjögur stig í fjórða leikhlutanum. Boston náði þó að sigla fram úr aftur og átti Garnett stóran hluta í því. Hann skoraði 20 stig í síðari hálfleik.

Carmelo Anthony skoraði 32 stig og tók níu fráköst fyrir New York og Amar'e Stoudemire var með nítján stig og tólf fráköst.

New York hefur ekki unnið leik í úrslitakeppninni í áratug en síðast þegar liðið komst í úrslitakeppnina - árið 2004 - tapaði það einnig öllum leikjum sínum í fyrstu umferðinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×