Körfubolti

Philadelphia bjargaði andlitinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lou Williams og Dwyane Wade í leiknum í dag.
Lou Williams og Dwyane Wade í leiknum í dag. Mynd/AP
Philadelphia 76ers náði að vinna Miami Heat í fjórða leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í dag, 86-82. Miami hefur 3-1 forystu í einvíginu.

Lou Williams setti niður þriggja stiga skot þegar átta sekúndur voru til leiksloka og dugði það til að tryggja Philadelphia sigurinn.

Miami hafði þó forystu, 82-76, þegar 95 sekúndur voru til leiklsloka en Philadelphia skoraði síðustu tíu stig leiksins.

Varamennirnir Williams og Evan Turner voru stigahæstir í liði Philadelphia með sautján stig hvor. Andre Iguodala skoraði sextán stig og Elton Brand fimmtán auk þess sem hann tók ellefu fráköst.

Hjá Miami var LeBron James stigahæstur með 31 stig, Dwyane Wade skoraði 22 og Chris Bosh tólf. Enginn annar leikmaður Miami komst yfir tíu stig í leiknum.

Miami getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar með sigri í fimmta leik liðanna á aðfaranótt fimmtudags.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×