Körfubolti

Granada tapaði mikilvægum stigum - Jón Arnór stigahæstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
CB Granada tapaði í morgun fyrir Lagun Aro í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 75-64, og þar með gríðarlega mikilvægum stigum í fallbaráttunni.

Granada hafði unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni en liðið er í næstneðsta sætinu með sjö sigurleiki.

Liðið mætir þó liðinu sem er í næsta sæti fyrir ofan, Meridiano Alicante, í næstu umferð. Alicante hefur unnið átta leiki og því gæti sigur Granada í þeim leik fleytt liðinu upp úr fallsæti. Þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni en tvö neðstu liðin falla um deild.

Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í liði Granada í morgun með tólf stig sem hann skoraði á rúmum 37 mínútum. Hann tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Sigur Lagun Aro var öruggur en liðið hafði þrettán stiga forystu í hálfleik, 43-30.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×