NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2011 11:00 NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.Dwyane Wade var með 32 stig og 10 fráköst og LeBron James bætti við 24 stigum og 15 fráköstum þegar Miami Heat vann 100-94 útisigur á Philadelphia 76ers. Chris Bosh bætti við 19 stigum fyrir Miami-liðið sem lenti tíu stigum undir í byrjun en kom til baka og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að slá út Philadelphia. „Svona sáum við þetta fyrir okkur," sagði LeBron James eftir leikinn en maður leiksins var hinsvegar Wade sem fór á kostum. „Hann gerði sér grein fyrir því að við þurftum á aðeins meiru að halda frá honum," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. Wade glímdi við mígrenishausverki í 36 tíma milli leikja eitt og tvö en var nú laus við sú veikindi. „Mér leið miklu betur og spilaði líka betur. Ég held að liðsfélagarnir hafi líka séð það fljótt," sagði Dwyane Wade. Elton Brand skoraði 21 stig og tók 11 fráköst hjá Philadelphia, Jrue Holiday skoraði 20 stig og Lou Williams var með 15 stig. Fjórði leikurinn er í Philadelphia á sunnudaginn.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig og skoraði mikilvæga körfu 17,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-84 útisigur á Indiana Pacers. Rose skoraði 13 af stigum sínum í leiknum af vítalínunni en umrædd karfa var sú eina sem hann skoraði í seinni hálfleiknum. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kyle Korver var með 12 stig. Danny Granger skoraði 21 stig fyrir Indiana og átti möguleika að tryggja Indiana sigur í stöðunni 86-84 fyrir Chicago þegar 3 sekúndur voru eftir. Hann klikkaði hinsvegar á þriggja stiga skoti, Ronnie Brewer tók frákastið og setti síðan niður tvö víti þegar var brotið á honum.Wesley Matthews skoraði 25 stig fyrir Portland Trail Blazers sem vann 97-92 heimasigur á Dallas Mavericks og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland og Brandon Roy kom með 16 stig inn af bekknum. Jason Terry átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 29 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Mynd/AP- Austurdeildin - Indiana Pacers-Chicago Bulls 84-88 (Staðan er 0-3) Philadelphia 76ers-Miami Heat 94-100 (0-3)- Vesturdeildin - Portland Trail Blazers-Dallas Mavericks 97-92 (1-2)Leikir í kvöld og nótt:- Austurdeildin - New York Knicks-Boston Celtics (Staðan er 0-2) Atlanta Hawks-Orlando Magic (1-1)- Vesturdeildin - New Orleans Hornets-Los Angeles Lakers (1-1) NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.Dwyane Wade var með 32 stig og 10 fráköst og LeBron James bætti við 24 stigum og 15 fráköstum þegar Miami Heat vann 100-94 útisigur á Philadelphia 76ers. Chris Bosh bætti við 19 stigum fyrir Miami-liðið sem lenti tíu stigum undir í byrjun en kom til baka og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að slá út Philadelphia. „Svona sáum við þetta fyrir okkur," sagði LeBron James eftir leikinn en maður leiksins var hinsvegar Wade sem fór á kostum. „Hann gerði sér grein fyrir því að við þurftum á aðeins meiru að halda frá honum," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. Wade glímdi við mígrenishausverki í 36 tíma milli leikja eitt og tvö en var nú laus við sú veikindi. „Mér leið miklu betur og spilaði líka betur. Ég held að liðsfélagarnir hafi líka séð það fljótt," sagði Dwyane Wade. Elton Brand skoraði 21 stig og tók 11 fráköst hjá Philadelphia, Jrue Holiday skoraði 20 stig og Lou Williams var með 15 stig. Fjórði leikurinn er í Philadelphia á sunnudaginn.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig og skoraði mikilvæga körfu 17,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-84 útisigur á Indiana Pacers. Rose skoraði 13 af stigum sínum í leiknum af vítalínunni en umrædd karfa var sú eina sem hann skoraði í seinni hálfleiknum. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kyle Korver var með 12 stig. Danny Granger skoraði 21 stig fyrir Indiana og átti möguleika að tryggja Indiana sigur í stöðunni 86-84 fyrir Chicago þegar 3 sekúndur voru eftir. Hann klikkaði hinsvegar á þriggja stiga skoti, Ronnie Brewer tók frákastið og setti síðan niður tvö víti þegar var brotið á honum.Wesley Matthews skoraði 25 stig fyrir Portland Trail Blazers sem vann 97-92 heimasigur á Dallas Mavericks og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland og Brandon Roy kom með 16 stig inn af bekknum. Jason Terry átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 29 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Mynd/AP- Austurdeildin - Indiana Pacers-Chicago Bulls 84-88 (Staðan er 0-3) Philadelphia 76ers-Miami Heat 94-100 (0-3)- Vesturdeildin - Portland Trail Blazers-Dallas Mavericks 97-92 (1-2)Leikir í kvöld og nótt:- Austurdeildin - New York Knicks-Boston Celtics (Staðan er 0-2) Atlanta Hawks-Orlando Magic (1-1)- Vesturdeildin - New Orleans Hornets-Los Angeles Lakers (1-1)
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira