NBA: Dallas sópaði Lakers úr úrslitakeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2011 09:05 Phil Jackson á leiknum í gær. Mynd/AP Phil Jackson fékk heldur lélega kveðjugjöf er lið hans, LA Lakers, var sópað úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar af Dallas Mavericks í gær. Liðin áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en Dallas vann seríuna 4-0. Fjórða leikinn vann liðið í nótt með stórum mun, 122-86, þar sem leikmenn Dallas fóru hreinlega á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna. Jackson var búinn að gefa það út fyrir úrslitakeppnina að hann myndi hætta að henni lokinni eftir glæsilegan feril en hann hefur unnið meistaratitilinn alls ellefu sinnum. Jason Terry fór mikinn í leiknum og jafnaði met í úrslitakeppninni með því að setja niður níu þrista í leiknum. Dallas setti alls niður 20 í leiknum sem er einnig metjöfnun. Jackson vann meistaratitilinn alls sex sinnum með Chicago Bulls, þar sem Michael Jordan var í aðalhlutverki, og svo fimm sinnum með Lakers sem hefur orðið meistari síðustu tvö árin. Hann sagði eftir leik að það hefði tekið sinn toll á liðið að hafa spilað langt fram í júní tvö ár í röð. „Það var áskorun sem við gátum ekki sigrast á að þesu sinni,“ sagði Jackson sem ítrekaði að hann væri hættur. „Ég vonast svo innilega til að þetta hafi verið minn síðasti leikur á ferlinum. Þetta hefur verið frábær tími.“ Dallas mætir nú annað hvort Memphis eða Oklahoma City í úrslitum Vesturdeildarinnar en staðan í þeirri rimmu er 2-1, Memphis í vil. Terry var með 32 stig í leiknum, JJ Barea 22 og Peja Stojakobic var með 21 stig. Dirk Nowitzky var með sautján stig. Leikurinn var neyðarlegur fyrir Lakers, sérstaklega fyrir þá Jamar Odom og Andrew Bynum sem var báðum kastað úr húsi fyrir ljót pirringsbrot undir lok leiksins þegar úrslitin voru löngu ráðin. Atlanta vann Chicago, 100-88, og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna í 2-2. Josh Smith átti stórgóðan leik en hann skoraði 23 stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann spilaði einnig glimrandi góðan varnarleik og gerði leikmönnum Chicago erfitt fyrir. Joe Johnson var stigahæstur hjá Altanta með 24 stig en Al Horford var einnig drjúgur með 20 stig. Derrick Rose fór sem fyrr fyrir sínum mönnum í Chicago en hann skoraði alls 34 stig í leiknum og gaf íu stoðsendingar. Carlos Boozer bætti við átján stigum fyrir Chicago. NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Phil Jackson fékk heldur lélega kveðjugjöf er lið hans, LA Lakers, var sópað úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar af Dallas Mavericks í gær. Liðin áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en Dallas vann seríuna 4-0. Fjórða leikinn vann liðið í nótt með stórum mun, 122-86, þar sem leikmenn Dallas fóru hreinlega á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna. Jackson var búinn að gefa það út fyrir úrslitakeppnina að hann myndi hætta að henni lokinni eftir glæsilegan feril en hann hefur unnið meistaratitilinn alls ellefu sinnum. Jason Terry fór mikinn í leiknum og jafnaði met í úrslitakeppninni með því að setja niður níu þrista í leiknum. Dallas setti alls niður 20 í leiknum sem er einnig metjöfnun. Jackson vann meistaratitilinn alls sex sinnum með Chicago Bulls, þar sem Michael Jordan var í aðalhlutverki, og svo fimm sinnum með Lakers sem hefur orðið meistari síðustu tvö árin. Hann sagði eftir leik að það hefði tekið sinn toll á liðið að hafa spilað langt fram í júní tvö ár í röð. „Það var áskorun sem við gátum ekki sigrast á að þesu sinni,“ sagði Jackson sem ítrekaði að hann væri hættur. „Ég vonast svo innilega til að þetta hafi verið minn síðasti leikur á ferlinum. Þetta hefur verið frábær tími.“ Dallas mætir nú annað hvort Memphis eða Oklahoma City í úrslitum Vesturdeildarinnar en staðan í þeirri rimmu er 2-1, Memphis í vil. Terry var með 32 stig í leiknum, JJ Barea 22 og Peja Stojakobic var með 21 stig. Dirk Nowitzky var með sautján stig. Leikurinn var neyðarlegur fyrir Lakers, sérstaklega fyrir þá Jamar Odom og Andrew Bynum sem var báðum kastað úr húsi fyrir ljót pirringsbrot undir lok leiksins þegar úrslitin voru löngu ráðin. Atlanta vann Chicago, 100-88, og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna í 2-2. Josh Smith átti stórgóðan leik en hann skoraði 23 stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann spilaði einnig glimrandi góðan varnarleik og gerði leikmönnum Chicago erfitt fyrir. Joe Johnson var stigahæstur hjá Altanta með 24 stig en Al Horford var einnig drjúgur með 20 stig. Derrick Rose fór sem fyrr fyrir sínum mönnum í Chicago en hann skoraði alls 34 stig í leiknum og gaf íu stoðsendingar. Carlos Boozer bætti við átján stigum fyrir Chicago.
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira