NBA: Dallas vann aftur í LA er komið 2-0 yfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2011 09:00 Kobe Bryant var ekki upplitsdjarfur á bekknum. Mynd/AP NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers eru komnir í afar slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að þeir töpuðu öðrum heimaleiknum í röð á móti Dallas Mavericks. Dallas er nú 2-0 yfir og getur klárað einvígið með því að vinna næstu tvo leiki á heimavelli. Chicago Bulls sem tapaði óvænt á heimavelli í fyrsta leik jafnaði hinsvegar einvígið sitt á móti Atlanta Hawks í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig í 93-81 sigri Dallas Mavericks á Los Angeles Lakers í Staples Center en góð vörn og 9-0 sprettur í fjórða leikhlutanum lagði grunninn að sigrinum. Shawn Marion var með 14 stig, J.J. Barea skoraði 12 stig á 17 mínútum og Jason Kidd var með 10 stig. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir einvígið að við myndum vinna báða leikina hér þá hefði ég átt erfitt með að trúa því en ég held að við höfum unnið fyrir þessum sigrum," sagði Dirk Nowitzki. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers sem er að lenda 0-2 undir í fyrsta sinn síðan í lokaúrslitunum 2008 en það er einmitt síðasta einvígið sem meistarar síðustu tveggja ára töpuðu. Andrew Bynum var með 18 stig og 13 fráköst og Pau Gasol bætti við 13 stigum og 10 fráköstum. Næsti leikur liðanna verður annað kvöld í Dallas en þar verður Ron Artest líklega í leikbanni því hann var rekinn út úr húsi í lok leiksins í nótt.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose var með 25 stig og Joakim Noah bætti við 19 stigum og 14 fráköstum í 86-73 sigri Chicago Bulls á Atlanta Hawks en með því jafnaði Chicago einvígið í 1-1. Rose tók við bikarnum sem besti leikmaður NBA-deildarinnar fyrir leikinn. „Ég er bara feginn að þetta sé afstaðið þannig að ég geti farið að einbeita mér að því að spila körfubolta," sagði Rose sem hefur ekki hitt vel í úrslitakeppninni. Það var samt allt annað að sjá til Chicago-liðsins sem spilaði hörmulega í fyrsta leiknum sem Atlanta vann 103-95. Luol Deng var með 14 stig og 12 fráköst og Carlos Boozer skoraði 8 stig og tók 11 fráköst. Jeff Teague skoraði 21 stig fyrir Atlanta Hawks og hefur staðið sig vel við að leysa af hinn meidda Kirk Hinrich. Það gekk hinsvegar illa hjá þeim Joe Johnson og Jamal Crawford að fylgja eftir góðum fyrsta leik. Johnson fór úr 34 stigum niður í 16 og Crawford fór úr því að skora 22 stig í leik eitt í það að skora aðeins 11 stig í gær. Næstu tveir leikir fara fram í Atlanta og verða þeir spilaðir á morgun og á sunnudag. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Dirk Nowitzki.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks 86-73 (Staðan er 1-1) Miami Heat-Boston Celtics mætast á laugardag í Boston (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks 81-93 (Staðan er 0-2) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast á laugardag í Memphis (Staðan er 1-1) NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers eru komnir í afar slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að þeir töpuðu öðrum heimaleiknum í röð á móti Dallas Mavericks. Dallas er nú 2-0 yfir og getur klárað einvígið með því að vinna næstu tvo leiki á heimavelli. Chicago Bulls sem tapaði óvænt á heimavelli í fyrsta leik jafnaði hinsvegar einvígið sitt á móti Atlanta Hawks í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig í 93-81 sigri Dallas Mavericks á Los Angeles Lakers í Staples Center en góð vörn og 9-0 sprettur í fjórða leikhlutanum lagði grunninn að sigrinum. Shawn Marion var með 14 stig, J.J. Barea skoraði 12 stig á 17 mínútum og Jason Kidd var með 10 stig. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir einvígið að við myndum vinna báða leikina hér þá hefði ég átt erfitt með að trúa því en ég held að við höfum unnið fyrir þessum sigrum," sagði Dirk Nowitzki. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers sem er að lenda 0-2 undir í fyrsta sinn síðan í lokaúrslitunum 2008 en það er einmitt síðasta einvígið sem meistarar síðustu tveggja ára töpuðu. Andrew Bynum var með 18 stig og 13 fráköst og Pau Gasol bætti við 13 stigum og 10 fráköstum. Næsti leikur liðanna verður annað kvöld í Dallas en þar verður Ron Artest líklega í leikbanni því hann var rekinn út úr húsi í lok leiksins í nótt.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose var með 25 stig og Joakim Noah bætti við 19 stigum og 14 fráköstum í 86-73 sigri Chicago Bulls á Atlanta Hawks en með því jafnaði Chicago einvígið í 1-1. Rose tók við bikarnum sem besti leikmaður NBA-deildarinnar fyrir leikinn. „Ég er bara feginn að þetta sé afstaðið þannig að ég geti farið að einbeita mér að því að spila körfubolta," sagði Rose sem hefur ekki hitt vel í úrslitakeppninni. Það var samt allt annað að sjá til Chicago-liðsins sem spilaði hörmulega í fyrsta leiknum sem Atlanta vann 103-95. Luol Deng var með 14 stig og 12 fráköst og Carlos Boozer skoraði 8 stig og tók 11 fráköst. Jeff Teague skoraði 21 stig fyrir Atlanta Hawks og hefur staðið sig vel við að leysa af hinn meidda Kirk Hinrich. Það gekk hinsvegar illa hjá þeim Joe Johnson og Jamal Crawford að fylgja eftir góðum fyrsta leik. Johnson fór úr 34 stigum niður í 16 og Crawford fór úr því að skora 22 stig í leik eitt í það að skora aðeins 11 stig í gær. Næstu tveir leikir fara fram í Atlanta og verða þeir spilaðir á morgun og á sunnudag. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Dirk Nowitzki.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks 86-73 (Staðan er 1-1) Miami Heat-Boston Celtics mætast á laugardag í Boston (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks 81-93 (Staðan er 0-2) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast á laugardag í Memphis (Staðan er 1-1)
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira