NBA: Miami komið í 2-0 á móti Boston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2011 09:00 LeBron James. Mynd/AP Miami Heat er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Boston Celticsí nótt en Oklahoma City Thunder náði hinsvegar að jafna einvígi sitt á móti Memphis Grizzlies sem hafði unnið fyrsta leikinn á útivelli. LeBron James skoraði 24 af 35 stigum sínum í seinni hálfleiknum þegar Miami Heat vann 102-91 sigur á Boston Celtics. Miami vann því báða heimaleiki sína en næstu tveir leikir verða spilaðir í Boston. Það er samt langt í leik þrjú sem verður ekki fyrr en á laugardaginn. Miami gerði út um leikinn með frábærum 14-0 spretti í lokaleikhlutanum þegar liðið breytti stöðunni úr 80-80 í 94-80 en Boston-menn klikkuðu þá á sex skotum í röð. „Við erum ánægðir með þetta en vitum að þetta envígi er langt, langt, langt frá því að vera búið. Núna fer ballið fyrst að byrja," sagði LeBron James eftir leikinn. Dwyane Wade var með 28 stig fyrir Miami og Chris Bosh bætti við 17 stigum og 11 fráköstum. Rajon Rondo var með 20 stig og 12 stoðsendingar fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 16 stig. Paul Pierce skoraði 11 stig en Ray Allen (7 stig) hitti aðeins úr 2 af 7 skotum sínum í leiknum.Kevin Durant og Zach Randolph.Mynd/APKevin Durant skoraði 26 stig og James Harden kom með 21 stig af bekknum þegar Oklahoma City Thunder vann 111-102 sigur á Memphis Grizzlies og jafnaði einvígið í 1-1. Russell Westbrook var með 24 stig hjá Thunder-liðinu og Eric Maynor skoraði 15 stig. Bekkurinn hjá Oklahoma City gerði gæfumuninn og voru í aðalhlutverki þegar liðið náði 18-6 spretti í byrjun fjórða leikhlutans. Oklahoma City komst 21 stigi yfir í lokaleikhlutanum en Memphis náði að minnka það forskot niður í 6 stig. Mike Conley skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Memphis en aðalmenn í sigrinum í fyrsta leiknum, Zach Randolph og Marc Gasol, nýttu saman aðeins 5 af 22 skotum sínum í leiknum nótt. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:LeBron James og Ray Allen.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks mætast í kvöld í Chicago (Staðan er 0-1) Miami Heat-Boston Celtics 102-91 (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks mætast í kvöld í LA (Staðan er 0-1) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies 111-102 (Staðan er 1-1) NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Miami Heat er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Boston Celticsí nótt en Oklahoma City Thunder náði hinsvegar að jafna einvígi sitt á móti Memphis Grizzlies sem hafði unnið fyrsta leikinn á útivelli. LeBron James skoraði 24 af 35 stigum sínum í seinni hálfleiknum þegar Miami Heat vann 102-91 sigur á Boston Celtics. Miami vann því báða heimaleiki sína en næstu tveir leikir verða spilaðir í Boston. Það er samt langt í leik þrjú sem verður ekki fyrr en á laugardaginn. Miami gerði út um leikinn með frábærum 14-0 spretti í lokaleikhlutanum þegar liðið breytti stöðunni úr 80-80 í 94-80 en Boston-menn klikkuðu þá á sex skotum í röð. „Við erum ánægðir með þetta en vitum að þetta envígi er langt, langt, langt frá því að vera búið. Núna fer ballið fyrst að byrja," sagði LeBron James eftir leikinn. Dwyane Wade var með 28 stig fyrir Miami og Chris Bosh bætti við 17 stigum og 11 fráköstum. Rajon Rondo var með 20 stig og 12 stoðsendingar fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 16 stig. Paul Pierce skoraði 11 stig en Ray Allen (7 stig) hitti aðeins úr 2 af 7 skotum sínum í leiknum.Kevin Durant og Zach Randolph.Mynd/APKevin Durant skoraði 26 stig og James Harden kom með 21 stig af bekknum þegar Oklahoma City Thunder vann 111-102 sigur á Memphis Grizzlies og jafnaði einvígið í 1-1. Russell Westbrook var með 24 stig hjá Thunder-liðinu og Eric Maynor skoraði 15 stig. Bekkurinn hjá Oklahoma City gerði gæfumuninn og voru í aðalhlutverki þegar liðið náði 18-6 spretti í byrjun fjórða leikhlutans. Oklahoma City komst 21 stigi yfir í lokaleikhlutanum en Memphis náði að minnka það forskot niður í 6 stig. Mike Conley skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Memphis en aðalmenn í sigrinum í fyrsta leiknum, Zach Randolph og Marc Gasol, nýttu saman aðeins 5 af 22 skotum sínum í leiknum nótt. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:LeBron James og Ray Allen.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks mætast í kvöld í Chicago (Staðan er 0-1) Miami Heat-Boston Celtics 102-91 (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks mætast í kvöld í LA (Staðan er 0-1) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies 111-102 (Staðan er 1-1)
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira