Körfubolti

Heldur Memphis Grizzlies áfram að koma á óvart

Stefán Árni Pálsson skrifar
Zach Randolph hefur verið frábær fyrir Grizzlies. Mynd. / Ap
Zach Randolph hefur verið frábær fyrir Grizzlies. Mynd. / Ap
Úrslitakeppni NBA byrjar aftur eftir eins dags pásu, en tveir leikir fara fram í kvöld. Tvö einvígi hefjast í kvöld þegar Mempis Grizzlies leikur gegn Oklahoma City Thunders og Miami Heat spilar gegn Boston Celtics en síðari leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir og sló út San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. San Antonio Spurs endaði með besta vinningshlutfallið í Vesturdeildinni og Grizzlies var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina.

Slíkt hefur aðeins gerst þrisvar áður í NBA-deildinni að liðið í 8.sæti slái út liðið í 1.sæti.

Árið 1994 unnu Denver Nuggets einvígi gegn Seattle Supersonics  3-2, en Supersonics voru með ógnarsterkt lið á þeim tíma.

Áruð 1999 kom lið New York Knicks virkilega mikið á óvart þegar þeir hentu Miami Heat í sumarfrí eftir 3-2 sigur. New York Knicks fór sama ár alla leið í úrslitaeinvígið sem er algjört einsdæmi í sögunni.

Fyrir fjórum árum unnu síðan Golden State Warriors lið Dallas Mavericks 4-2.

Það gerðist síðan í fjórða skipti í sögu NBA deildarinnar að liðið í 8.sæti slái út efsta liðið á föstudagskvöld þegar Memphis Grizzlies  unnu San Antonio Spurs, 99-91,  í sjötta leik liðanna og vann því einvígið 4-2.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×