Körfubolti

Nowitzki sá um Oklahoma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nowitzki fagnar í nótt.
Nowitzki fagnar í nótt.
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var algjörlega óstöðvandi í nótt og skoraði 48 stig í 121-112 sigri Dallas Mavericks á Oklahoma City Thunder. Dallas er þar með komið í 1-0 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar.

Það var alveg sama hver dekkaði Nowitzki í gær, það réð enginn við hann. Nowizki hitti úr öllum 24 vítaskotum sínum og setti niður 12 af 15 skotum sínum út af velli.

Þessi ótrúlega vítahittni Þjóðverjans var NBA-met en fyrra metið átti Paul Pierce, leikmaður Boston, sem hitti úr öllum 21 skotum sínum í leik árið 2003. Dallas er nú búið að vinna sjö leiki í röð í úrslitakeppninni.

Kevin Durant átti mjög fínan leik í liði Oklahoma og skoraði 40 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×