Körfubolti

Metáhorf á leik Chicago og Miami

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Menn vilja horfa á Noah og félaga.
Menn vilja horfa á Noah og félaga.
Þó svo LA Lakers og Boston Celtics séu farin í sumarfrí er langur vegur frá því að fólk sé hætt að fylgjast með úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Margir óttuðust mikið hrun í áhorfi og því komu frábærar áhorfstölur úr fyrsta leik Miami Heat og Chicago Bulls skemmtilega á óvart.

Alls sáu 11,1 milljón manna leikinn og þar af 6,2 milljónir í Bandaríkjunum. Þetta er mesta áhorf á NBA-leik sem sýndur hefur verið á kapalsjónvarpsstöð í Bandaríkjunum.

Fyrra metið var 10,8 milljónir en það var sett árið 2003 þegar Michael Jordan tók þátt í sínum síðasta Stjörnuleik.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×