Bleikjur í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2011 11:25 Það getur margt óvart gerst í veiðinni. Það fékk Atli Bergmann að reyna um helgina er hann kastaði á uppítökur í efsta veiðistað Elliðaánna. Atli átti síðari helming föstudagsins síðastliðins. Veiðarnar í vor hafa gengið vel, og ekki síst hjá Atla sem landaði fjórtán silungum frá einu og upp í þrjú pund. Átta af þeim voru hefðbundnir urriðar veiddir á Krókinn og ýmsa kúluhausa efst í Höfuðhylnum og í hávaðanum niður undan efstu brúnni. En það sem gerðist síðasta klukkutímann var nokkuð merkilegt. Þá tók Atli eftir vakandi silungum ofan við hólmann sem myndar Hólmakvísl, neðst í Höfuðhylnum. Setti hann undir Ölmu Rún og landaði skömmu síðar fínni bleikju. Þetta endurtók hann ítrekað og endaði kvöldið á því að taka fimm bleikjur og einn sjóbirting! Sannarlega athyglisverð veiði þessa kvöldstund, því til samanburðar var heildar bleikjuveiði í Elliðaánum síðasta sumar hvorki meira né minna en ein bleikja! Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Veiðin búin að vera frábær í Köldukvísl og Tungná Veiði
Það getur margt óvart gerst í veiðinni. Það fékk Atli Bergmann að reyna um helgina er hann kastaði á uppítökur í efsta veiðistað Elliðaánna. Atli átti síðari helming föstudagsins síðastliðins. Veiðarnar í vor hafa gengið vel, og ekki síst hjá Atla sem landaði fjórtán silungum frá einu og upp í þrjú pund. Átta af þeim voru hefðbundnir urriðar veiddir á Krókinn og ýmsa kúluhausa efst í Höfuðhylnum og í hávaðanum niður undan efstu brúnni. En það sem gerðist síðasta klukkutímann var nokkuð merkilegt. Þá tók Atli eftir vakandi silungum ofan við hólmann sem myndar Hólmakvísl, neðst í Höfuðhylnum. Setti hann undir Ölmu Rún og landaði skömmu síðar fínni bleikju. Þetta endurtók hann ítrekað og endaði kvöldið á því að taka fimm bleikjur og einn sjóbirting! Sannarlega athyglisverð veiði þessa kvöldstund, því til samanburðar var heildar bleikjuveiði í Elliðaánum síðasta sumar hvorki meira né minna en ein bleikja! Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Veiðin búin að vera frábær í Köldukvísl og Tungná Veiði