Körfubolti

Chicago Bulls átti ekki í vandræðum með Miami Heat

Derrick Rose brýst hér upp að körfunni og Dwayne Wade er til varnar.
Derrick Rose brýst hér upp að körfunni og Dwayne Wade er til varnar. AP
Chicago Bulls sigraði Miami Heat nokkuð örugglega 103-81 í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslit. Chicago vann allar viðureignirnar gegn Miami í deildarkeppninni og virðist liðið hafa gott tak á „stjörnuliðinu" frá Flórída.

Derrick Rose, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar, skoraði 28 stig fyrir Bulls en næsti leikur er á miðvikudaginn í Chicago. Enski landsliðsmaðurinn Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago en hann lék einnig frábæra vörn gegn LeBron James sem skoraði aðeins 15 stig og hitti aðeins úr 5 af 15 skotum sínum utan af velli. Carlos Boozer skoraði 14 stig og tók 9 fráköst fyrir heimamenn í Chicago.

Chris Bosh, sem hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir leik sinn með Miami í vetur, skoraði 30 stig og tók 9 fráköst. Dwayne Wade skoraði 18.

Chicago hristi Miami liðið af sér um miðjan þriðja leikhluta þegar staðan var 58-57 fyrir Miami.



NBA

Tengdar fréttir

Oklahoma City vann oddaleikinn

Oklahoma City Thunder er komið í úrslit Vesturdeildarinnar í NBA-deildini í körfubolta eftir sigur á Memphis Grizzlies í kvöld, 105-90.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×