NBA: Chicago Bulls þarf aðeins einn sigur í viðbót 11. maí 2011 09:00 Joakim Noah og Derrick Rose hafa verið öflugir fyrir Bulls í úrslitakeppninni. Mynd. / Getty Images Chicago Bulls er aftur komið í bílstjórasætið í einvíginu gegn Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni. Bulls sigraði Atlanta Hawks, 95-83, í fimmta leik liðanna og leiða því einvígið 3-2, en alls þarf að vinna fjóra leiki til að komast í næstu umferð. Stemmningin var frábær í United Center í Chicago og það virtist gefa heimamönnum mikinn kraft. Leikurinn var samt sem áður mjög svo jafn nánast allan leiktímann en í fjórða leikhlutanum setti Bulls í fimmta gírinn. Derrick Rose, leikmaður Chicago Bulls, var heldur betur drjúgur fyrir heimamenn í gær en hann skoraði 33 stig, þar af 13 í fjórða leikhlutanum, og gaf 9 stoðsendingar. „Við sýndum alvöru varnarleik í kvöld og þá ræður Atlanta ekkert við okkur. Það voru allir að leggja sitt af mörkum í þessum leik og við fengum mikla hjálp af bekknum“. „Núna þurfum við bara að fara til Atlanta og sýna svona spilamennsku, þá vinnum við einvígið og fáum kannski smá hvíld fyrir næsta einvígi,“ sagði Derrick Rose í sjónvarpsviðtali strax eftir leikinn í gær. Luol Deng, leikmaður Chicago Bulls, átti einnig frábæran leik en hann gerði 23 stig. Bulls vantar því aðeins einn sigur í viðbót til að komast í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar, en það lið sem vinnur þessa viðureign mætir annaðhvort Miami Heat eða Bostin Celtics. Jeff Teague, leikmaður Atlanta Hawks, var atkvæðamestur hjá gestunum með 21 stig, en rétt eftir honum kom Josh Smith með 16 stig. Næsti leikur fer fram í Atlanta aðfaranótt föstudags og þá eru að duga eða drepast fyrir Atlanta Hawks en tapi liðið þeim leik er liðið komið í sumarfrí. NBA Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Chicago Bulls er aftur komið í bílstjórasætið í einvíginu gegn Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni. Bulls sigraði Atlanta Hawks, 95-83, í fimmta leik liðanna og leiða því einvígið 3-2, en alls þarf að vinna fjóra leiki til að komast í næstu umferð. Stemmningin var frábær í United Center í Chicago og það virtist gefa heimamönnum mikinn kraft. Leikurinn var samt sem áður mjög svo jafn nánast allan leiktímann en í fjórða leikhlutanum setti Bulls í fimmta gírinn. Derrick Rose, leikmaður Chicago Bulls, var heldur betur drjúgur fyrir heimamenn í gær en hann skoraði 33 stig, þar af 13 í fjórða leikhlutanum, og gaf 9 stoðsendingar. „Við sýndum alvöru varnarleik í kvöld og þá ræður Atlanta ekkert við okkur. Það voru allir að leggja sitt af mörkum í þessum leik og við fengum mikla hjálp af bekknum“. „Núna þurfum við bara að fara til Atlanta og sýna svona spilamennsku, þá vinnum við einvígið og fáum kannski smá hvíld fyrir næsta einvígi,“ sagði Derrick Rose í sjónvarpsviðtali strax eftir leikinn í gær. Luol Deng, leikmaður Chicago Bulls, átti einnig frábæran leik en hann gerði 23 stig. Bulls vantar því aðeins einn sigur í viðbót til að komast í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar, en það lið sem vinnur þessa viðureign mætir annaðhvort Miami Heat eða Bostin Celtics. Jeff Teague, leikmaður Atlanta Hawks, var atkvæðamestur hjá gestunum með 21 stig, en rétt eftir honum kom Josh Smith með 16 stig. Næsti leikur fer fram í Atlanta aðfaranótt föstudags og þá eru að duga eða drepast fyrir Atlanta Hawks en tapi liðið þeim leik er liðið komið í sumarfrí.
NBA Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira