Körfubolti

Bynum fékk fimm leikja bann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andrew Bynum, leikmaður L.A. Lakers, missir af fimm fyrstu leikjum næsta tímabils en hann hefur verið dæmdur í bann fyrir óíþróttamannslega hegðun í leik fjögur gegn Dallas Mavericks.

Bynum braut virkilega gróflega á J.J Barea, leikmanni Dallas, en þessi stóri og sterki leikmaður ýtti fast á eftir Barea í hröðu upphlaupi og í raun var Bynum  heppinn að stórslasa ekki Barea.

L.A. Lakers var sópað í sumarfrí eftir að hafa tapað gegn Dallas Mavericks 4-0 í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og það virtist fara heldur betur í skapið á leikmönnum Lakers.

Bynum var fékk einnig 25 þúsund dollara sekt fyrir það hvernig hann yfirgaf leikvöllinn, en þar sýndi hann hegðun sem líðst ekki í NBA-deildinni.

„Þessi hegðun endurspeglar ekki mig, uppeldi mitt né félagið sem ég leik með“.

„Mig langar fyrst og fremst að biðja J.J. Barea afsökunar á brotinu, sem betur fer fór þetta ekki illa. Ég mun aldrei brjóta svona illa af mér aftur á ferlinum, það eitt er víst,“ sagði Bynum á blaðamannafundi eftir leik fjögur. 

Hægt er að sjá myndbrot af atvikinu hér að ofan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×