OKC jafnði einvígið eftir þríframlengdan leik gegn Grizzlies Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2011 08:56 Lebrown James fór á kostum í nótt. Mynd. / AP Miami Heat er komið í algjöra lykilstöðu gegn Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA, en liðið bar sigur úr býtum, 98-90, eftir framlengdan leik. Jafnræði var með liðunum nánast allan leiktímann og liðin skiptust á að hafa sára litla forystu. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, lék meiddur annan leikinn í röð en leikmaðurinn fór úr lið á olnboga í síðasta leik liðinna. Rondo gat ekki beitt sér sem skyldi í leiknum í nótt og átti oft á tíðum erfitt uppdráttar. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 86-86, en þá var komið að Lebrown James, leikmanni Miami Heat, en hann tók yfir í framlengingunni og stýrði sínu liði til sigurs. James skoraði 34 stig og tók 14 fráköst fyrir Miami. Chris Bosh átti einnig afbragðsgóðan leik fyrir Miami Heat en hann gerði 20 stig og tók 12 fráköst, en Bosh hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í rimmunni. Dwyane Wade kórónaði frammistöðu þessara þriggja leikmanna og skoraði 28 stig. Í liði heimamanna var það Paul Pierce sem var atkvæðamestur með 27 stig. Miami Heat leiðir nú einvígið 3-1, en alls þarf að sigra fjóra leiki til að komast í úrslit Austurdeildarinnar. Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt fimmtudags í Miami, en þá er að duga eða drepast fyrir Boston Celtics. Oklahoma City Thunder náðu aftur á móti að jafna metinn í einvíginu gegn Memphis Grizzlies, 2-2, eftir frábæran sigur í hreint út sagt mögnuðum leik sem þurfti að þríframlengja. OKC vann að lokum sigur 133-123, en næsti leikur fer fram í Oklahoma. Gríðarleg flóð herja nú í borginni Memphis þessa daganna, en ekki kom til þess að fresta þurfti leiknum. Leikurinn var æsispennandi og líklega einn besti leikur úrslitakeppnarinnar í ár. Mike Conley, leikmaður Memphis Grizzlis, var hetjan undir lok venjulegs leiktíma en hanns setti niður þriggja stiga körfu á loka andartökum leiksins og jafnaði metinn 96-96. Þegar rétt rúmlega ein mínúta var eftir að fyrstu framlengingunni höfðu OKC 6 stiga forystu, en aftur neituðu Grizzlies menn að gefast upp, en þá var komið að Greivis Vasquez hjá Grizzlies. Vasquez hefur hreinlega spurngið út í úrslitakeppninni en hann jafnaði leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu og önnur framlenging því staðreynd. Jafnt var á öllum tölum í annarri framlengingu og því þurfti að framlengja í þriðja sinn, en þar hafði Oklahoma City Thunder undirtökin og unnu að lokum öruggan tíu stiga sigur í mögnuðum maraþonleik. Russel Westbrook, leikmaður OKC, lék líklega sinn allra besta leik á ferlinum í úrslitakeppni en hann gerði 40 stig. Kevin Durant var frábær í þriðju framlengingunni í nótt og skoraði 35 stig fyrir OKC. Zach Randolph, leikmaður Memphis Grizzlies, var atkvæðamestur hjá sínu liði með 34 stgi og 16 fráköst. Það liggur enginn vafi á því að þessi rimma er langt frá því að vera búin og sjö leikja sería kæmi engum á óvart. NBA Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Miami Heat er komið í algjöra lykilstöðu gegn Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA, en liðið bar sigur úr býtum, 98-90, eftir framlengdan leik. Jafnræði var með liðunum nánast allan leiktímann og liðin skiptust á að hafa sára litla forystu. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, lék meiddur annan leikinn í röð en leikmaðurinn fór úr lið á olnboga í síðasta leik liðinna. Rondo gat ekki beitt sér sem skyldi í leiknum í nótt og átti oft á tíðum erfitt uppdráttar. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 86-86, en þá var komið að Lebrown James, leikmanni Miami Heat, en hann tók yfir í framlengingunni og stýrði sínu liði til sigurs. James skoraði 34 stig og tók 14 fráköst fyrir Miami. Chris Bosh átti einnig afbragðsgóðan leik fyrir Miami Heat en hann gerði 20 stig og tók 12 fráköst, en Bosh hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í rimmunni. Dwyane Wade kórónaði frammistöðu þessara þriggja leikmanna og skoraði 28 stig. Í liði heimamanna var það Paul Pierce sem var atkvæðamestur með 27 stig. Miami Heat leiðir nú einvígið 3-1, en alls þarf að sigra fjóra leiki til að komast í úrslit Austurdeildarinnar. Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt fimmtudags í Miami, en þá er að duga eða drepast fyrir Boston Celtics. Oklahoma City Thunder náðu aftur á móti að jafna metinn í einvíginu gegn Memphis Grizzlies, 2-2, eftir frábæran sigur í hreint út sagt mögnuðum leik sem þurfti að þríframlengja. OKC vann að lokum sigur 133-123, en næsti leikur fer fram í Oklahoma. Gríðarleg flóð herja nú í borginni Memphis þessa daganna, en ekki kom til þess að fresta þurfti leiknum. Leikurinn var æsispennandi og líklega einn besti leikur úrslitakeppnarinnar í ár. Mike Conley, leikmaður Memphis Grizzlis, var hetjan undir lok venjulegs leiktíma en hanns setti niður þriggja stiga körfu á loka andartökum leiksins og jafnaði metinn 96-96. Þegar rétt rúmlega ein mínúta var eftir að fyrstu framlengingunni höfðu OKC 6 stiga forystu, en aftur neituðu Grizzlies menn að gefast upp, en þá var komið að Greivis Vasquez hjá Grizzlies. Vasquez hefur hreinlega spurngið út í úrslitakeppninni en hann jafnaði leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu og önnur framlenging því staðreynd. Jafnt var á öllum tölum í annarri framlengingu og því þurfti að framlengja í þriðja sinn, en þar hafði Oklahoma City Thunder undirtökin og unnu að lokum öruggan tíu stiga sigur í mögnuðum maraþonleik. Russel Westbrook, leikmaður OKC, lék líklega sinn allra besta leik á ferlinum í úrslitakeppni en hann gerði 40 stig. Kevin Durant var frábær í þriðju framlengingunni í nótt og skoraði 35 stig fyrir OKC. Zach Randolph, leikmaður Memphis Grizzlies, var atkvæðamestur hjá sínu liði með 34 stgi og 16 fráköst. Það liggur enginn vafi á því að þessi rimma er langt frá því að vera búin og sjö leikja sería kæmi engum á óvart.
NBA Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira