Keppinautar gangrýna akstursmáta Hamilton í keppninni í Mónakó 29. maí 2011 21:16 Lewis Hamilton og Michael Schumacher í hörðum slag í Mónakó. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Felipe Massa gagnrýndi Lewis Hamilton fyrir akstursmáta hans í keppninni í Mónakó í dag og dómarar refsuðu Hamilton fyrir tvö brot í brautinni. Hamilton reyndi að þröngva sér framúr Massa í kröppustu beygju brautarinnar, en hann ók síðan Pastor Maldonado út úr mótinu undir lokin. „Hann reyndi að fara framúr með því að keyra yfir kantanna og það er ekki hægt þarna. Hann var of aðgangsharður að mínu mati", sagði Massa. „Svo þegar ég ók í undirgöngunum á eftir, þá var bíllinn skemmdur og ég lenti á skítuga kaflanum og skall á vegg. Það sem hann gerði í dag var ótrúlegt, ekki bara gagnvart mér heldur öðrum", sagði Massa í frétt á autosport.com. Aðspurður um hvort refsa þyrfti Hamilton frekar, sagði Massa: „Já. Það tel ég. Á góðan hátt. Annars lærir hann ekki", svaraði Massa. Hamilton fékk akstursvíti í keppninni og þurfti að keyra aukalega gegnum þjónustusvæðið vegna þess. Hamilton lauk keppni í sjötta sæti, en fékk 20 sekúndna refsingu eftir keppni, en það breytti ekki lokaúrslitunum. Hann fékk refsinguna fyrir að keyra á Pastor Maldonado undir lok mótins. Maldonado var ekki hrifinn af því, enda féll hann úr leik. „Hann reyndi það sama gegn mér og gegn Felipe. Hann var of bjartsýnn. Þetta er mjög mjó braut og þú verður að fara gætilega við framúrakstur. Ég fór framúr mörgum og lenti aldrei í vanda. Hann var kannski að berjast meira af því hann er í titilslagnum", sagði Maldonado. Hamilton var mjög grimmur í mótinu og fór snilldarlega framúr Michael Schumacher fljótlega í mótinu og ók af miklum ákafa. Hann var kallaður á fund dómara og fór síðan sjálfviljur til þeirra eftir að hafa gangrýnt dómaranna í viðtali við BBC. Dómararnir tóku skýringar hans á ummælum góðar og gildar. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa gagnrýndi Lewis Hamilton fyrir akstursmáta hans í keppninni í Mónakó í dag og dómarar refsuðu Hamilton fyrir tvö brot í brautinni. Hamilton reyndi að þröngva sér framúr Massa í kröppustu beygju brautarinnar, en hann ók síðan Pastor Maldonado út úr mótinu undir lokin. „Hann reyndi að fara framúr með því að keyra yfir kantanna og það er ekki hægt þarna. Hann var of aðgangsharður að mínu mati", sagði Massa. „Svo þegar ég ók í undirgöngunum á eftir, þá var bíllinn skemmdur og ég lenti á skítuga kaflanum og skall á vegg. Það sem hann gerði í dag var ótrúlegt, ekki bara gagnvart mér heldur öðrum", sagði Massa í frétt á autosport.com. Aðspurður um hvort refsa þyrfti Hamilton frekar, sagði Massa: „Já. Það tel ég. Á góðan hátt. Annars lærir hann ekki", svaraði Massa. Hamilton fékk akstursvíti í keppninni og þurfti að keyra aukalega gegnum þjónustusvæðið vegna þess. Hamilton lauk keppni í sjötta sæti, en fékk 20 sekúndna refsingu eftir keppni, en það breytti ekki lokaúrslitunum. Hann fékk refsinguna fyrir að keyra á Pastor Maldonado undir lok mótins. Maldonado var ekki hrifinn af því, enda féll hann úr leik. „Hann reyndi það sama gegn mér og gegn Felipe. Hann var of bjartsýnn. Þetta er mjög mjó braut og þú verður að fara gætilega við framúrakstur. Ég fór framúr mörgum og lenti aldrei í vanda. Hann var kannski að berjast meira af því hann er í titilslagnum", sagði Maldonado. Hamilton var mjög grimmur í mótinu og fór snilldarlega framúr Michael Schumacher fljótlega í mótinu og ók af miklum ákafa. Hann var kallaður á fund dómara og fór síðan sjálfviljur til þeirra eftir að hafa gangrýnt dómaranna í viðtali við BBC. Dómararnir tóku skýringar hans á ummælum góðar og gildar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira