Körfubolti

LeBron James: Mánuður eftir af hatrinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Mynd/AP
LeBron James fór á kostum í úrslitum Austudeildarinnar þar sem Miami Heat vann 4-1 sigur á Chicago Bulls og tryggði sér sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas. Miami-liðið er nú aðeins fjórum sigrum frá meistaratitlinum sem þeir lofuðu stuðningsmönnum sínum í júlí síðastliðnum.

James var með 25,8 stig, 7,8 fráköst, 6,6 stoðsendingar, 2,4 stolna bolta og 1,8 varin skot að meðaltali í leik í einvíginu en hann lék 45,2 mínútur að meðaltali. Það sem meira er að hann hélt Derrick Rose, besta leikmanni NBA í vetur, í aðeins 6,3 prósent skotnýtingu þegar hann dekkaði hann í einvíginu. Rose hitti aðeins úr 1 af 10 skotum á móti honum í leiknum í nótt.

„Það enginn léttir að vera kominn í úrslitin því við eigum verk eftir að vinna. Við höfum smá tíma til að átta okkur á því sem við höfum afrekað en síðan þurfum við að fara undirbúa okkur fyrir Dallas. Við tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut að vinna þennan leik eða vera meistarar í Austudeildinni," sagði LeBron James en hefur mátt þola harða og óvæga gagnrýni síðan að hann setti "ákvörðunina" á svið í beinni sjónvarpsútsendingu fyrir tæpu ári síðan.



LeBron James.Mynd/AP
„Ég skil alveg að það voru margir ósáttir við að ég færi til Miami. En ég gerði mér líka grein fyrir því að þetta var það besta í stöðunni fyrir mig, það besta fyrir fjölskyldu mína og það besta fyrir mig sem atvinnuíþróttamann. Hvað er 26. í dag. Við eigum eftir mánuð, mánuð eftir að stanslausu hatri en við sjáum síðan til hvað gerist á næsta ári," sagði James en það er ljóst að NBA-meistaratitill myndi breyta miklu fyrir hann og þá meðferð sem hann hefur mátt þola í fjölmiðlum og íþróttahúsum NBA-deildarinnar í vetur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×