Körfubolti

Terry lét húðflúra bikarinn á sig fyrir tímabilið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bikarinn á handlegg Terry sést vel á þessari mynd.
Bikarinn á handlegg Terry sést vel á þessari mynd.
Jason Terry, bakvörður Dallas Mavericks, var svo öruggur um að Dallas kæmist í úrslit NBA-deildarinnar í ár að hann lét húðflúra á sig bikarinn fyrir tímabilið.

Degi áður en undirbúningstímabilið hófst var DeShawn Stevenson, leikmaður Dallas, með móralskan hitting heima hjá sér. Hann var þar með sinn eigin kokk og húðflúrara ef félagar hans vildu fá sér tattú.

Terry ákvað þá að fá sér bikarinn góða á handlegginn.

"Ég sagði við hann að hann væri klikkaður að gera þetta. Það er magnað að við séum núna komnir í úrslitin," sagði Stevenson.

"Það hlógu allir og héldu að þetta væri brandari. Þeir sáu samt fljótlega að mér var alvara og að ég hefði trú á þessu liði. Nú eru allir samtaka í því að vinna bikarinn," sagði Terry sem var í Dallas-liðinu 2006 sem fór í úrslitin og tapaði fyrir einmitt Miami sem verður líklega andstæðingur Dallas í úrslitunum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×