Snorri Helga klárar nýja plötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 25. maí 2011 15:09 Snorri Helgason. Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík. "Ég kíkti í kaffi til hans á Gamlársdag 2010 og spurði hvort hann væri til í að vinna einhvers konar plötu með mér," segir Snorri í gegnum símann frá London þar sem hann býr nú og starfar. "Ég átti bara 5-6 lög sem voru "tilbúin" og svo var ég bara með nokkrar lagahugmyndir. Þannig að ég vissi ekki hvort að þetta yrði bara EP plata eða bara ein smáskífa. En við enduðum á því að taka upp 11 grunna að nýjum lögum á nokkrum dögum." Nýr hljómur Snorra er þónokkuð stökk frá frumraun hans I'm Gonna Put a Name on Your Door sem kom út 2009. "Við tókum ákvörðun mjög snemma í ferlinu að nota engar hefðbundnar trommur á plötunni en notast eingöngu við trommuheila og alls konar ásláttarhljóðfæri sem ég held að hafi haft mikil áhrif á hljóðheiminn og útsetningarnar á plötunni." Eftir að vinnu þeirra í Reykjavík lauk flaug Snorri aftur út til London og söng lögin í svefnherberginu heima hjá sér. Þvínæst lagði hann af stað í tónleikaferðalag um Evrópu ásamt Hjaltalín. Á nýju plötunni er eitthvað um gesti. Þar má nefna Guðmund Óskar Guðmundsson bassaleikari Hjaltalín, Sóley Stefánsdóttir úr Seabear og Sigurlaug Gísladóttir (betur þekkt sem Mr. Silla) sem syngur bakraddir. Platan kemur út í júlí á vegum Kimi Records. Snorri ætlar að frumflytja nokkur lög af þessari nýju plötu í næsta þætti Vasadiskó sem er á dagskrá X-ins 977 á sunnudaginn kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík. "Ég kíkti í kaffi til hans á Gamlársdag 2010 og spurði hvort hann væri til í að vinna einhvers konar plötu með mér," segir Snorri í gegnum símann frá London þar sem hann býr nú og starfar. "Ég átti bara 5-6 lög sem voru "tilbúin" og svo var ég bara með nokkrar lagahugmyndir. Þannig að ég vissi ekki hvort að þetta yrði bara EP plata eða bara ein smáskífa. En við enduðum á því að taka upp 11 grunna að nýjum lögum á nokkrum dögum." Nýr hljómur Snorra er þónokkuð stökk frá frumraun hans I'm Gonna Put a Name on Your Door sem kom út 2009. "Við tókum ákvörðun mjög snemma í ferlinu að nota engar hefðbundnar trommur á plötunni en notast eingöngu við trommuheila og alls konar ásláttarhljóðfæri sem ég held að hafi haft mikil áhrif á hljóðheiminn og útsetningarnar á plötunni." Eftir að vinnu þeirra í Reykjavík lauk flaug Snorri aftur út til London og söng lögin í svefnherberginu heima hjá sér. Þvínæst lagði hann af stað í tónleikaferðalag um Evrópu ásamt Hjaltalín. Á nýju plötunni er eitthvað um gesti. Þar má nefna Guðmund Óskar Guðmundsson bassaleikari Hjaltalín, Sóley Stefánsdóttir úr Seabear og Sigurlaug Gísladóttir (betur þekkt sem Mr. Silla) sem syngur bakraddir. Platan kemur út í júlí á vegum Kimi Records. Snorri ætlar að frumflytja nokkur lög af þessari nýju plötu í næsta þætti Vasadiskó sem er á dagskrá X-ins 977 á sunnudaginn kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira