Eldgosinu í Grímsvötnum er lokið að samkvæmt Sky fréttastofunni í Bretlandi. Enn eru þó strandaglópar víðsvegar um Bretland en búist er við því að þeir munu komast leiðar sinnar næstu daga.
Askan er hinsvegar komin til Þýskalands. Lofthelgi yfir Berlín hefur verið lokað með tilheyrandi óþægindum fyrir ferðalanga.
Sjónarvottar sem fóru upp á Vatnajökul í dag segja lítið sem ekkert eftir af eldgosinu. Litlir reykjabólstrar stíga upp úr gígnum og því ljóst að gosið er í rénum, í það minnsta virðist það versta að baki.
Almannavarnanefnd hefur þó ekki viljað úrskurða um endalok gossins enda getur enn verið virkni í eldstöðinni.
Breskir fjölmiðlar lýsa yfir endalokum gossins

Mest lesið




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent


Barn á öðru aldursári lést
Innlent




Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent