Búið er að aflýsa 252 flugum í Evrópu vegna ösku sem hefur borist frá frá Grímsvötnum samkvæmt evrópsku flugumferðastjórninni.
Langflestu flugin sem hafa verið aflýst eru frá Skotlandi til Englands. Askan hefur áhrif ferðir þúsundir ferðalanga í landinu.
Þá hefur askan einnig minniháttar áhrif á flugumferð í Danmörku samkvæmt Jótlandspóstinum. Einnig er talið að askan muni berast til Norður-Þýskalands og hugsanlega hafa áhrif á lofthelgi þar í landi.
Flug hefur einnig riðlast í Noregi en Vesturströnd Noregs var lokuð fyrir flugumferð í morgun.
Á fréttavef BBC kemur fram að flugfélagið Ryanair hafi sent tilraunaflugvélar í loftið í Skotlandi til þess að kanna áhrif öskunnar. Þeir eru afar ósáttir við takmarkanir á lofthelgi yfir Skotlandi.
Haft er eftir flugmanni Ryanair að hann hafi flogið í 41 þúsund feta hæð og ekki orðið var við ösku í háloftunum né áhrif hennar á væng eða vél flugvélarinnar.
Vonir standa til að flug geti hafist í Edinburgh og Glasgow síðdegis.
