Körfubolti

James: Það er kominn tími á að ég fari að gera eitthvað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Tyson Chandler.
LeBron James og Tyson Chandler. Mynd/AP
LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hefur mátt þola harða gagnrýni í bandarískum fjölmiðlum eftir frammistöðu sína í leik fjögur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Dallas Mavericks. Fimmti leikurinn og sá síðasti í Dallas er í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport klukkan eitt en staðan í einvíginu er 2-2.

LeBron James skoraði aðeins átta stig í síðasta leik sem Miami tapaði 83-86 en hann hitti aðeins úr 3 af 11 skotum sínum og hefur aldrei skorað færri stig í leik í úrslitakeppninni á ferlinum.

„Það er kominn tími á að ég fari að gera eitthvað. Ég þarf að koma sjálfum mér í gang," sagði LeBron James.

„Ég veit vel að ég lék ekki vel í síðasta leik og þá sérstaklega ekki í sókninni. Ég verð að standa mig vetur í að hjálpa mínu liði að vinna körfuboltaleiki og þá sérstaklega í lokin," sagði James.  Spekingar hafa líka bent á það að James hefur aðeins skorað samtals 4 stig (1 af 8 í skotum) í fjórða leikhluta í síðustu þremur leikjum.  

James hefur bara skorað 9 stig samtals í lokaleikhlutanum í öllum fjórum leikjunum en Dirk Nowitzki var sem dæmi með 10 stig í fjórða leikhluta í síðasta leik þrátt fyrir að leik með bullandi hita.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×