Körfubolti

Fær Isiah Thomas tækifæri hjá Detroit Pistons?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Isiah Thomas vill komast aftur í NBA deildina sem þjálfari.
Isiah Thomas vill komast aftur í NBA deildina sem þjálfari. AP
Joe Dumars, framkvæmdastjóri NBA liðsins Detroit Pistons, er í leit að þjálfara fyrir liðið og þarf eitthvað mikið að gerast á þeim vígstöðvum þar sem að gengi liðsins hefur verið afleitt. Dumars mun ræða formlega við þrjá aðila á næstunni, Mike Woodson, Kelvin Sampson og Bill Laimbeer sem var liðsfélagai Dumars á árum áður þegar Detroit vann fyrstu NBA titla félagsins.

Nafn Isiah Thomas hefur einnig komið upp en hann var aðalmaðurinn í Detroit liðinu ásamt þeim Dumars og Laimbeer.

Thomas hefur rætt óformlega við Dumars um starfið en Thomas nýtur enn virðingar í Detroit eftir afleitt gengi sem þjálfari hjá Indiana Pacers og New York Knicks.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×