Draumaúrslitaleikur Roger Federer og Rafael Nadal á opna franska meistaramótinu í tennis hófst klukkan eitt. Með sigri jafnar Nadal með Svíans Björn Borg sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu sex sinnum á sínum tíma.
Mikil spenna hefur ríkt fyrir viðureign Svisslendingsins og Spánverjans sem hafa marga hilduna háð í gegnum tíðina. Nadal sem situr í efsta sæti heimslistans sló Skotann Andy Murray úr leik í undanúrslitum á föstudag í þremur settum. Nadal þykir líklegri til sigurs en fáir standa honum snúning á leirvöllunum.
Roger Federer, þriðji á heimslistanum, sló Serbann Novak Djokovic út í spennuþrungnum leik í undanúrslitum. Djokovic hafði unnið 41 leik í röð þegar hann mætti Federer sem spilaði stórkostlega og batt enda á sigurhrinu Serbans. Með sams konar spilamennsku á Federer fína möguleika gegn Nadal.
Leikurinn er í beinni útsendingu á Eurosport á Fjölvarpinu og hefst kl 13.
Sport