Það verða Roger Federer og Rafael Nadal sem mætast í úrslitum opna franska meistaramótsins í tennis á Roland Garros.
Nadal vann auðveldan sigur á Andy Murray fyrr í dag og Federer batt síðan enda á 43 leikja sigurgöngu Novak Djokovic í kvöld.
Sigur Federer var síður en svo auðveldur enda tók tæpa fjóra tíma að klára leikinn.
Federer er í leit að sínum 17. risatitli og hann er kominn í úrslit á þessu móti í fimmta sinn á síðustu sex árum.
Þetta er draumaúrslitaleikur flestra tennisáhugamanna.
Sport