Hill finnst rangt að halda mót í Barein 3. júní 2011 09:10 Damon Hill mætti á frumsýningu myndarinnar um Ayrton Senna í London. Gareth Cattermole/Getty Images/ Universal Damon Hill sem er forseti félags breskra kappakstursökumanna og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 finnst rangt að Barein mótið, sem var frestað í mars verði sett aftur á dagskrá. FIA tekur ákvörðun um málið í dag. Hill er fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 með Williams liðinu. Yfir tuttugu manns létust í mótmælum í Barein fyrr á árinu og keppni sem átti að vera í Barein 13. mars var frestað í febrúar vegna ástandsins í landinu. Nú telja yfirvöld í landinu og möguleiki sé á að halda mót, ef FIA veitir leyfi fyrir því. „Þetta mál er tækifæri fyrir Formúlu 1 til að sýna að mannréttindi skipta máli. Sannur friður er ekki það sama og ró með beitingu valds", sagði Hil í frétt á BBC Sport. Það er kominn á regla í Barein, en fjölmiðlamenn og mannréttindasamtök hafa sett spurningarmerkið við hvaða aðferðum hefur verið beitt til þess. Ef Formúlu 1 fer fram í Barein þá hefur íþróttinn langt blessun sína við ógnarstjórn að mati Hill. „Friður skapast bara með sönnum frið. Það rétta, að mínu mati er að keppa ekki í Barein fyrr en allur vafi í máli landsins er á bak og burt", sagði Hill. Bernie Ecclestone virðist vilja koma mótinu á, en nokkur rót gæti orðið á mótaskránni ef sú ákvörðun verður tekin í dag. Hann hefur m.a. skoðað að færa nýtt mót í Indlandi til 11. desember. Zayed Rashid Alzayanni, einn af yfirmönnum mótssvæðisins í Barein sagði að staðan væri sú að hægt væri að halda mót. „Lífið er aftur orðið eðlilegt í Barein og við erum tilbúnir að halda mótið hvenær sem er. Við þurfum á jávæðum hlutum að halda eftir að hafa gengið gegnum erfiðleika. Barein hefur sýnt sitt besta þegar mótshald hefur farið fram og hvað við höfum upp á að bjóða sem land. Formúla 1 getur fært okkur gleðina á ný", sagði Alzayani. Ákvörðun í máli Barein verður tekin í dag á fundi akstursíþróttaráðs FIA í Barcelona í dag. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Damon Hill sem er forseti félags breskra kappakstursökumanna og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 finnst rangt að Barein mótið, sem var frestað í mars verði sett aftur á dagskrá. FIA tekur ákvörðun um málið í dag. Hill er fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 með Williams liðinu. Yfir tuttugu manns létust í mótmælum í Barein fyrr á árinu og keppni sem átti að vera í Barein 13. mars var frestað í febrúar vegna ástandsins í landinu. Nú telja yfirvöld í landinu og möguleiki sé á að halda mót, ef FIA veitir leyfi fyrir því. „Þetta mál er tækifæri fyrir Formúlu 1 til að sýna að mannréttindi skipta máli. Sannur friður er ekki það sama og ró með beitingu valds", sagði Hil í frétt á BBC Sport. Það er kominn á regla í Barein, en fjölmiðlamenn og mannréttindasamtök hafa sett spurningarmerkið við hvaða aðferðum hefur verið beitt til þess. Ef Formúlu 1 fer fram í Barein þá hefur íþróttinn langt blessun sína við ógnarstjórn að mati Hill. „Friður skapast bara með sönnum frið. Það rétta, að mínu mati er að keppa ekki í Barein fyrr en allur vafi í máli landsins er á bak og burt", sagði Hill. Bernie Ecclestone virðist vilja koma mótinu á, en nokkur rót gæti orðið á mótaskránni ef sú ákvörðun verður tekin í dag. Hann hefur m.a. skoðað að færa nýtt mót í Indlandi til 11. desember. Zayed Rashid Alzayanni, einn af yfirmönnum mótssvæðisins í Barein sagði að staðan væri sú að hægt væri að halda mót. „Lífið er aftur orðið eðlilegt í Barein og við erum tilbúnir að halda mótið hvenær sem er. Við þurfum á jávæðum hlutum að halda eftir að hafa gengið gegnum erfiðleika. Barein hefur sýnt sitt besta þegar mótshald hefur farið fram og hvað við höfum upp á að bjóða sem land. Formúla 1 getur fært okkur gleðina á ný", sagði Alzayani. Ákvörðun í máli Barein verður tekin í dag á fundi akstursíþróttaráðs FIA í Barcelona í dag.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira