Körfubolti

Pau Gasol vill spila með spænska landsliðinu á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gekk ekki vel hjá Pau Gasol og félögum í Lakers í úrslitakeppninni.
Það gekk ekki vel hjá Pau Gasol og félögum í Lakers í úrslitakeppninni. Mynd/AP
Pau Gasol, framherji Los Angeles Lakers, er fullur af orku og tilbúinn í slaginn á ný með spænska landsliðinu enda var úrslitakeppnin óvenjustutt hjá Lakers-mönnum í vor. Gasol hefur því ákveðið að bjóða fram krafta sína í spænska landsliðinu sem spilar á EM í Litháen í september.

Gasol var ekki með á HM í Tyrklandi í fyrra þar sem spænska landsliðið saknaði hans mikið og náði aðeins sjötta sæti eftir að hafa verið í verðlaunasætum á mótunum á undan.

„Ef þjálfarinn vill treysta á mig þá er ég tilbúinn að hjálpa liðinu að vinna annan Evrumeistaratitil," sagði Pau Gasol en hann varð Evrópumeistari með Spáni árið 2009. Gasol varð einnig heimsmeistari 2006 og vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

Það gekk lítið hjá Pau Gasol í úrslitakeppninni þar sem hann var "bara" með 13,1 stig og 7,8 fráköst að meðaltali eftir að hafa verið með 19.6 stig og 11,1 frákast að meðaltali þegar Lakers varð NBA-meistari 2010.

Það var líka gert mikið úr því að yngri bróðir hans, Marc Gasol, fór bæði lengra í úrslitakeppninni sem og að hann var með betri tölur eða 15,0 stig og 11,2 fráköst að meðaltali í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×