Körfubolti

Dirk Nowitzki sleit sin í fingri í nótt - hefur ekki áhyggjur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Nowitzki.
Dirk Nowitzki. Mynd/AP
Dirk Nowitzki, lykilmaður Dallas Mavericks, varð ekki aðeins að sætta sig við tap í fyrsta úrslitaleiknum á móti Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í nótt því hann varð líka fyrir því óláni að slíta sin í fingri í leiknum. Nowitzki meiddist reyndar ekki á skothendinni en þarf að spila með spelku á fingrinum það sem eftir lifir lokaúrslitanna.

Nowitzki meiddist við það að slá boltann úr höndum Chris Bosh en hann fékk þá dæmda á sig villu sem sjónvarpsupptökur sýndu að var vafasöm. Nowitzki mótmælti fyrst villunni en leit síðan niður á höndina á sér. „Ég gat ekki rétt úr fingrinum. Þetta var algjör óheppni. Ég þarf að vera með spelku út úrslitakeppnina en þetta verður í góðu lagi," sagði Nowitzki.

LeBron James hefur heldur ekki áhyggjur af þessu. „Hann er rétthentur er það ekki. Þetta hefur engin áhrif á hann og hann verður áfram frábær. Hann er Dirk ennþá," sagði

LeBron James.

Nowitzki skoraði 27 stig í leiknum en hann hitti aðeins úr 7 af 18 skotum sínum. Það sem meira er að í seinni hálfleik nýtti hann aðeins 3 af 9 skotum og hann gat ekki svarað stórleik þeirra LeBron James og Dwyane Wade á lokakaflanum.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×