Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2011 16:09 Það eru til stórar bleikjur í Þingvallavatni Mynd: www.veiðikortid.is Við heyrðum í Kristjáni Jónssyni sem var í Þingvallavatni í gær og sá gerði flotta veiði. Hann byrjaði á Leirutá og fékk þar 4 bleikjur frá 2-4 pund en svo datt takan niður og hann ákveður að færa sig. Hann fer í Vatnskot og út á litla hólmann og víkina þar fyrir innan. Þetta var seinni partinn í gær þegar hitastigið fór loksins upp í sumarhita. Þegar það lyngdi aðeins og bjartasti dagurinn var á enda gekk greinilega mikið af bleikju inná grynningarnar því hann landaði 18 bleikjum og einum 11 punda urriða á tæpum tveim tímum og missti slatta. Kristján sagði:"Það var svo augljóst að það var mikið líf í vatninu því eins og hendi væri veifað fór fiskur að vaka í víkinni og stundum syntu þær rétt við lappirnar á manni og mikið af þessu voru boltableikjur!" Hann tók þetta allt á flugu. Mest á hinn hefðbundna peacock en líka á Peter Ross púpu, Jock Scott og eina heimatilbúna. Og takið eftir því að urriðinn tók Peacock númer #14 og nelgdi hana alveg ofan í kok! Kristján segir að það hafi verið eitthvað af mönnum á svæðinu en það hafi þynnst úr hópnum þegar leið á daginn, en eimitt þá fór mest að gerast. það sýnir sig enn og aftur að þeir fiska sem róa. Stangveiði Mest lesið Ytri Rangárnar bæta við sig Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Sumarblað Veiðimannsins komið út Veiði 142 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði
Við heyrðum í Kristjáni Jónssyni sem var í Þingvallavatni í gær og sá gerði flotta veiði. Hann byrjaði á Leirutá og fékk þar 4 bleikjur frá 2-4 pund en svo datt takan niður og hann ákveður að færa sig. Hann fer í Vatnskot og út á litla hólmann og víkina þar fyrir innan. Þetta var seinni partinn í gær þegar hitastigið fór loksins upp í sumarhita. Þegar það lyngdi aðeins og bjartasti dagurinn var á enda gekk greinilega mikið af bleikju inná grynningarnar því hann landaði 18 bleikjum og einum 11 punda urriða á tæpum tveim tímum og missti slatta. Kristján sagði:"Það var svo augljóst að það var mikið líf í vatninu því eins og hendi væri veifað fór fiskur að vaka í víkinni og stundum syntu þær rétt við lappirnar á manni og mikið af þessu voru boltableikjur!" Hann tók þetta allt á flugu. Mest á hinn hefðbundna peacock en líka á Peter Ross púpu, Jock Scott og eina heimatilbúna. Og takið eftir því að urriðinn tók Peacock númer #14 og nelgdi hana alveg ofan í kok! Kristján segir að það hafi verið eitthvað af mönnum á svæðinu en það hafi þynnst úr hópnum þegar leið á daginn, en eimitt þá fór mest að gerast. það sýnir sig enn og aftur að þeir fiska sem róa.
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangárnar bæta við sig Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Sumarblað Veiðimannsins komið út Veiði 142 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði