Bergur Ingi: Eigum ágætis möguleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2011 18:15 Bergur Ingi stefnir á Ólympíuleikana í London árið 2012 Mynd/Anton Íslenska liðið lenti í 4. sæti í keppninni á síðasta ári en þá vantaði lykilmenn í liðið. Í fréttatilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands segir að lið Íslands sé sterkara nú auk þess sem heimavöllurinn vegi þungt. Möguleikar Íslands á því að komast upp um deild séu því ágætir. Undir þetta tekur sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson en sleggjukast er fyrsta keppnisgrein laugardagsins. Auk hans verða Ásdís Hjálmsdóttir, Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson í broddi fylkingar hjá íslenska liðinu. „Mér sýnist vera ágætis möguleikar að komast upp um deild. En það þurfa virkilega allir að standa sig til þess að það gerist," segir Bergur Ingi. Bergur Ingi sem greindist með brjósklos í vetur hóf æfingar á nýjan leik fyrir skömmu. Hann segist hafa náð ágætis undirbúningstímabili í vetur en svo hafi allt hrunið. Nú sé hann allur að koma til og eigi að geta náð a.m.k. fjórða sæti. „Ég yrði virkilega ánægður ef ég myndi kasta 68 metra. Þá er ég á réttri leið. Þá lítur árið vel út." Bergur Ingi segir sérstaklega spennandi að fylgjast með Óðni Birni um helgina því nú sé aðeins tímaspursmál hvenær Óðinn kasti kúlunni yfir 20 metra. Þá sé Kristinn Torfason langstökkvari til alls líklegur. Von er á um 400 keppendum til landsins auk þjálfara og aðstoðarfólks. Þá koma á annað hundrað manns að mótinu í sjálfboðavinnu með einum eða öðrum hætti. Keppni hefst báða dagana klukkan 10 með stangarstökki og sleggjukasti en klukkan 12 á hlaupabrautinni. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Evrópukeppninnar. Innlendar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Íslenska liðið lenti í 4. sæti í keppninni á síðasta ári en þá vantaði lykilmenn í liðið. Í fréttatilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands segir að lið Íslands sé sterkara nú auk þess sem heimavöllurinn vegi þungt. Möguleikar Íslands á því að komast upp um deild séu því ágætir. Undir þetta tekur sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson en sleggjukast er fyrsta keppnisgrein laugardagsins. Auk hans verða Ásdís Hjálmsdóttir, Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson í broddi fylkingar hjá íslenska liðinu. „Mér sýnist vera ágætis möguleikar að komast upp um deild. En það þurfa virkilega allir að standa sig til þess að það gerist," segir Bergur Ingi. Bergur Ingi sem greindist með brjósklos í vetur hóf æfingar á nýjan leik fyrir skömmu. Hann segist hafa náð ágætis undirbúningstímabili í vetur en svo hafi allt hrunið. Nú sé hann allur að koma til og eigi að geta náð a.m.k. fjórða sæti. „Ég yrði virkilega ánægður ef ég myndi kasta 68 metra. Þá er ég á réttri leið. Þá lítur árið vel út." Bergur Ingi segir sérstaklega spennandi að fylgjast með Óðni Birni um helgina því nú sé aðeins tímaspursmál hvenær Óðinn kasti kúlunni yfir 20 metra. Þá sé Kristinn Torfason langstökkvari til alls líklegur. Von er á um 400 keppendum til landsins auk þjálfara og aðstoðarfólks. Þá koma á annað hundrað manns að mótinu í sjálfboðavinnu með einum eða öðrum hætti. Keppni hefst báða dagana klukkan 10 með stangarstökki og sleggjukasti en klukkan 12 á hlaupabrautinni. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Evrópukeppninnar.
Innlendar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira