Fótbolti

Zlatan snýr á heimaslóðir með AC Milan og hlakkar til

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Zlatan fagnar í landsleik gegn Finnum á dögunum
Zlatan fagnar í landsleik gegn Finnum á dögunum Mynd/AFP Nordic
Ítalíumeistarar AC Milan munu leika æfingaleik gegn Malmö FF þann 14. ágúst á Swedbank-vellinum í Malmö. Zlatan segist í skýjunum með að koma með Milan-liðinu í gamla bæinn sinn.

„Ég er virkilega glaður yfir því að koma í heimabæ minn, á völlinn minn að spila leik,“ segir Zlatan á heimasíðu Milan.

Heimavöllur Malmö FF var reyndar byggður eftir að Zlatan hélt utan í atvinnumennsku en Zlatan kallar völlinn, „völlinn sinn“.

„Leikurinn verður mikilvægt próf fyrir mig og AC Milan áður en ítalska deildin hefst. Við munum spila leikinn og slappa af. En við gerum okkur grein fyrir því að andstæðingurinn ætlar að taka vel á ítölsku meisturunum,“ bætir Zlatan við.

Þetta verður í fyrsta sinn í 15 ár sem AC Milan mætir til Svíþjóðar og spilar knattspyrnuleik. Nokkuð sterk tengsl eru milli félagsins og sænskrar knattspyrnu.

Auk Zlatans spilaði sænska tríóið Grenoli með félaginu um miðja síðustu öld. Það var skipað þeim Gunnari Gren, Gunnari Nordahl og Nils Liedholm. Leikmennirnir voru kjarni í gullaldarliði Svía sem varð Ólympíumeistari 1948 og komst í úrslit HM tíu árum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×