Körfubolti

Artest vill heita Metta World Peace

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Artest er hér með liðsfélaga sínum, Kobe Bryant. Kannski breytir hann nafninu sínu í "Black Mamba."?
Artest er hér með liðsfélaga sínum, Kobe Bryant. Kannski breytir hann nafninu sínu í "Black Mamba."?
Körfuboltakappinn Ron Artest hjá Los Angeles Lakers fer sínar eigin leiðir og nú hefur hann formlega sótt um að breyta nafni sínu í "Metta World Peace."

Lögfræðingur Artest hefur klárað alla pappírsvinnu og í henni kemur fram að Artest vilji breyta um nafn af persónulegum ástæðum. Hann var skírður Ronald William Artest Jr.

Artest hefur átt skrautlegan feril. Hann var upphafsmaður slagsmálanna í leik Indiana og Detroit árið 2004 og fór í bann út tímabilið eftir þá uppákomu.

Hann hefur snúið blaðinu við síðan og fékk samfélagsverðlaun í fyrra.

Artest er ekki fyrsti bandaríski íþróttamaðurinn sem vill skipta um nafn. Lloyd Bernard Free, sem lék í NBA-deildinni frá 1977-88, breytti nafni sínu í "World."

NFL-stjarnan Chad Johnson hjá Cincinnati Bengals breytti eftirnafni sínu í "Ochocinco." Það þýðir 8 og 5 en hann leikur einmitt númer 85.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×